Ég væri til í lagafrumvarp þar sem allir stjórnmálaflokkar yrðu skyldaðir til að veita upplýsingar um hvaðan þeir hefðu fengið peninganna í kosningasjóði sína. Mér finnst það skipta mjög miklu máli, að það sé engin vafi í þessum efnum.

Út í öðrum löndum þykir það vandamál þegar stjórnmálamenn eru að þiggja stórar fjárhæðir frá fyrirtækjum. Þetta er eitthvað sem maður sér oft í Bandarískum kvikmyndum, bókum, og þáttum. Stóra fyrirtækið sem kaupir sér pólitíkus.

Hér eftir fylgja pælingar, sem eru einungis pælingar en engar staðreyndir.

Framsóknarflokkurinn eyddi í auglýsingaherferð sína fyrir seinustu kosningar rúmlega 50 milljónum. Allaveganna svo mikið kostuðu, blaða, útvarps og sjónvarpsauglýsingarnar plús plaköt, og slíkt. Rúv sagði í fréttum eftir kosningar að Framsókn hefði eytt 50, sjálfstæðisflokkurinn 30, Samfylkinginn í kringum 30 (mjög svipaðri upphæð sjálfsstæðismenn minnir mig), 20 milljónir í vinstri græna og en minni fjárhæðir hjá frjálslyndum.

Nú velti ég fyrir mér, framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem er með fæsta meðlimi að frjálslyndum undanskildum. Að vísu, eins og Valgerður Sverrisdóttir greindi frá þá greiða allir framsóknarmenn í opinberu starfi hluta af launum sínum. (Þetta er ekki plat, hún sagði þetta í sjónvarpsfréttum, framsóknarmenn greiða flokk sínum tilbaka fyrir opinber störf sem hann reddar þeim). En þó efast ég um að jafnvel þessi litla hlutdeild í launum opinberra starfsmanna dugi fyrir svona auglýsingaherferð.

Ég held, að Impreglio og Alcoa hafi borgað. Afhverju?

Afhverju sagði formaður framsóknarflokks að vinnuskálarnir á Kárahnjúkum væru glæsilegustu vinnubúðir í sögu Íslands?
Afhverju tekur félagsmálaráðherra ekki málunum fyrr hann finnur fyrir virkilegri pressu?

þetta er náttúrulega samsæriskenning, endilega segið mér hvað ykkur finnst og hvort þið teljið þetta bara vera gripið úr lausu lofti.