Um daginn las ég grein í fréttablaðinu:

Talið er að 60% af öllum frjálsum fjárframlögum BNA manna renni beint til kirkna og trúarhópa. Stór hluti af þessu rennur beint til þriðja heimsins í hjálparstarf. Og við erum ekki að tala um smáar upphæðir hérna. Hver BNA maður gefur á meðaltali á ári (800 dali) 55 þúsund krónur til góðgerðarstarfssemi. Það er allt í allt 240 milljarðir dala.

Reiknum út: ef við gerum ráð fyrir 60% renni til þróunaraðstoðar í þriðja heiminum: 145 milljarðir dala.
Þetta er afar mikið.

En þessi sama grein var við annari grein sem fjallaði um nísku BNA manna í mannúðarmálum. Bent var á að 0.14% af tekjum ríkisins rynnu til mannúðarmála í þeirri grein, eða lægsta tekjuhlutfall iðnríkja í slíkum málum.

Þetta er mikilvæg ábending. Mikilvæg vísbending jafnvel.

Nú, fyrir örskömmu síðan las ég í ameríkubréfi í Fréttablaðinu að meirihluti BNA manna telur að ríkið eyði meira í mannúðarmál en í herinn. Meirihluta þjóðarinnar telur að 25% af tekjum ríkisins renni í þróunar hjálp í útlöndum og þykir það full mikið, aftur á móti telur meirihluti BNA manna að of litlu sé eytt í herinn en einungis 5%.

Þetta segir okkur ýmislegt, ekki um Bandarísku þjóðina, heldur ríkisstjórnina.
BNA menn eru góð þjóð, frábær þjóð ef því er að skipta. Langt því frá eigingjörn, en þau eru góð þjóð með vonda ríkisstjórn.