Þessi ríkisstjórn ætti að skammast sín fyrir að:

Að vera með þann forsætisráðherra sem notið hefur minnstan stuðning þjóðarinnar.

Styðja stríðið í Írak.

Styðja alla dellu sem Bush dettur í hug.

Hún ætti að skammast sín fyrir áfengisskattana, sem skila ríkinu inn 340 milljón króna arði.

Ætti að skammast sín fyrir að eyða pening skattborgara í skopmyndateikningar.

Ætti að skammast sín fyrir að eyða meira í skopmyndateikningar en hjálparstarf. Semsagt, 5 milljónir í hjálparstarf, 18 milljónir í Sigmund.

Hún ætti að skammast sín fyrir að nýta ríkisfjölmiðla í að kæfa niður gagnrýni á Kárahnjúkavirkjun.

Hún ætti að skammast sín fyrir útlendingalögin.

Hún ætti að skammast sín fyrir Íslenska “herinn”.

Hún ætti að skammast sín fyrir að hafa gefið Hrafni Gunnlaugssyni 30 milljónir fyrir ömurlega mynd byggða á ömurlegri sögu eftir ömurlegan forsætisráðherra.

Hún ætti að skammast sín fyrir fjölmiðlafrumvarpið.

Hún ætti að skammast sín fyrir að standa hjá meðan Impreglio brýtur Íslenskar reglur um laun og aðbúnað verkamanna.

Hún ætti að skammast sín fyrir að gefa út bók um Íslensku forsætisráðherrana, sem er afar hlutlæg og var óhemju dýr. Kostnaður er í kringum 50 milljónir fyrir bók sem engin mun lesa. Auðvitað neita þeir að gefa allar tölur upp.

Hún ætti að skammast sín fyrir kosningasvik liðinna ára. Halldór Ásgríms lofaði eitt sinn að eyða 8 milljörðum í varnir gegn fíkniefnum. Um leið og hann og Dabbi náðu samkomulagi um ríkisstjórn þá drógu þeir pening frá meðferðarmiðstöðum.

Ríkisstjórnin ætti að skammast sín fyrir að hafa beygt sig í duftið undan Kínverskum einræðisherra og meinað mótmælendum um að nýta sér málfrelsis og fundarrétt stjórnarskrárinnar.

Davíð ætti að skammast sín fyrir dónaskapinn í sér.

Og Bermúdaskálina…

Hann ætti að skammast sín fyrir að hafa troðið besta vini sínum og uppáhaldsfrænda inn í hæstarétt á innan við tveimur árum.

Halldór ætti að skammast sín fyrir að vera leiðinlegur og óathyglisverður.

Dagný Jóns ætti að skammast sín fyrir tvískinnung.

Davíð ætti að skammast sín fyrir að leggja niður ríkisstofnun fyrir gagnrýni á sig.

Hann ætti líka að skammast sín fyrir að hafa hótað umboðsmann alþingis.

Sigurður Kári ætti að skammast sín fyrir að hafa lagt hugsjónir sínar til hliðar svo hann kæmist lengra í valdastiganum.

Já. Þessi ríkisstjórn ætti að skammast sín.