Eitt það sorglegasta við þjóðfélagið hér í landi er hversu lögreglustéttin er lágt sett. Vanvirðing er allt of mikil og fólk er alltaf með endalaust diss við þessar hetjur sem vinna sína vinnu, að mínu mati, bara mjög vel. Við þurfum ekki að leita lengra en fíkniefnamálin. Það er heljarinnar vinna sem býr að lögreglustarfsemi sem slíkri - að komast yfir svona mikið magn fíkniefna. Hafið í huga að þetta fólk er að vinna erfiða vinnu og fá litla peninga fyrir. Athugaðu líka að flestir lögreglumenn koma mjög kurteisislega fram við alla og fer mjög varlega í handtökur. Hafið þið einhverntímann heyrt um afbrotamann sem lendir illa í löggunni hér á landi? En löggu sem lendir illa í afbrotamanni/mönnum?

Umferðarreglurnar eru oft á tíðum frekar fáránlegar en athugið að mennirnir sem sjá um að halda uppi þessum reglum eru bara ósköp venjulegar manneskjur eins og ég og þú, sem ráða engu um reglurnar og þurfa sjálfir að fara eftir þeim. Oft hefur maður lent í því að löggur koma í partý í heimahúsum, annaðhvort til að athuga hvort ekki sé allt í lagi eða þá að einhverjir hafa hringt og kvartað undan hávaða. Yfirleitt er komið fram við þá eins og einhverja hunda og fólki finnst allt í lagi að skapa slagsmál með því að sparka í þá og berja.

Þeir einstaklingar sem viðurkenna ekki lögregluna sem virðulega stétt og nauðsynlegan hluta af samfélaginu, eiga ekki skilið að búa í því!

Lifið heil,
Poseidon