Bandaríkin eru sem margir vita voldugasta ríki veraldar. Þeir bera herðar og höfuð yfir önnur lönd og eru með þeim fremstu hvað varðar tæknimál. En ég ætla að tala um innrásina í Írak sem hefur þótt þó nokkuð umdeild.

Í maí 2003 þá hernámu Bandaríkin Írak. Sumir segja að þeir hefðu ekki farið þarna inn á réttum forsendum, ég er á því að þeir hafa gert það eina rétta í stöðunni. Það býr svo í pottinn að íraskir þegnar voru ekki að lifa góðu lífi þarna, þarna voru mannréttindalög brotin í gríð og erg. Stelpur fengu ekki að ganga í skóla, það var ekki jafnræði milli kynja. Þegar maður hugsar út í þetta þá er þetta eins og Ísland fyrir mörgum tugum ára, þetta sýnir bara hve lítið þetta land hefur þróast.
Það þyrfti að gera eitthvað í málinu og voru BNA einu sem þorðu að gera þetta. Þótt að það hafi ekki fundist nein gereyðingavopn þar, þá skiptir það engu máli því þarna frelsuðu þeir mörgum milljónum manna. Nú þarf bara að huga að uppbyggingu og fræða fólkið um nútímann. Þetta er kleift vegna innrás BNA.
Þetta var illa rekið “fyrirtæki” þetta land og það var bara kominn tími á “eigendaskipti”, því “stjórnendurnir” voru ekki að skila sínu til “hluthafa”. Það þyrfti að koma þessum manni frá völdum og það var gert. Það er náttúrulega leitt að óbreyttir borgarar og hermenn hafi þurft að deyja en til að þess að eitthvað gott gerist þarf fórnir.
Þjóðarhreyfinginn stendur nú fyrir söfnum fyrir auglýsingu sem á að birtast í New York Times þar sem Írakar er beðnir afsökunar á stuðningi Íslands við innrásina. Það er náttúrulega alveg út í hróa hött að biðjast afsökunar. Við ættum frekar að standa stolt og vera hreykin af því að Ísland studdi þessa innrás, svo held ég að það sé svolítið órökrétt að biðjast afsökunar því að ekki held ég að íraskir þegnar beri einhvern kala til okkar þvert á móti. Það þakkar okkur örugglega fyrir að hafa stutt þetta þegar önnur lönd sáu ekki að sér að styðja það. Svo er sagt að það hefði átt að vera þjóðaratkvæðisgreiðsla um málið. Bíddu erum við ekki að kjósa og borga fólki margar milljónir á mánuði hverjum til að taka svona ákvarðanir, þessir menn voru kosnir af okkur og fyrst við treystum þeim ekki til þess að taka svona ákvarðanir, hvers vegna í andskotanum erum þá að kjósa þá?
Þegar lönd eru að sýna að þau geta ekki stýrt sér sjálf verður náttúrulega að grípa til aðgerða og það gerði Bush og örugglega allir sem hefðu verið í hans sporum gert það sama og hann enda lið af sérfræðingum búnir að grandskoða þessi mál ofan í kjölinn. Sumir segja að þetta hafi bara verið gert fyrir olíuna. Þá ættum við að þakka fyrir að það var einhver kveikja sem varð til þess að fólkið var frelsað undan einræði. Ég ætla bara rétt að vona BNA haldi áfram á þessari braut, því þeir bera ákveðnar skyldur sem voldugasta þjóð í heimi. Þegar traðkað er svona á mönnum og menn drepnir fyrir að vera á móti er eitthvað að og þá þarf að grípa til aðgerða.

Nú eru Írakar að fara að stíga sín fyrstu spor sjálfir, það verða kosningar þar í landi í febrúar. Það er vonandi að þær gangi kviðulaust fyrir sig og að Írakar komi inn í árið 2005 sem sjálfstæð þjóð en til þess að það gerist þarf herinn að fara og landið að taka við völdum. Ég veit að margir eru ekki á sömu skoðun og ég, þá er bara endilega að svara þessari grein og koma sínu á framfæri. Eins í mörgu öðru eru margar hliðar á málinu.