Sagan um Kynin. Hver er munurinn á kynjunum og hversvegna er þetta svona í dag?

smá fyrst sem allir eiga að vita :D

Konur og menn hafa líkama sem þau stjórnast að miklu leyti af, þessir líkamar sinna tveimur mismunandi hlutverkum, með mismunandi verkfæri (líffæri) og við vitum öll hvað hormónar gera við okkur :D
Hvernig manneskja værir þú í dag ef þú værir af gagnstæðu kyni?
Hvað erum við annað en líkaminn? Hugurinn?
Hve mikið af huganum er stjórnað af líkamanum?
Hvað er eftir?
Hvað stjórnast það mikið af umhverfinu?
Reynslu?
Sjokkum,kennslu,lærdóm eða hinum nánustu?

Hérna er smá saga, sönn samkvæmt sumum, lygi samkvæmt öðrum.

Einu sinni voru kvenmenn Alls ráðandi, karlmaðurinn var þjónn, Konan var æðstiprestur, og drottning. Börn voru t.d ættuð eftir mæðrum, sko, mamman er alltaf viss, hehehe ekki pabbinn, bara common sense þá, konan fæddi börnin, sko,
engin vissi hvað sæðið gerði og fæðingin var heilög, því þannig varð lífið til, líkt og kornið og margt annað er þetta hringur, það sem lifir fæðir(étur) það sem lifir, dauðinn er einungis til fyrir form, efnið skiptir stöðugt um eiganda.

ok ok áfram með söguna.

Afhverju stjórnuðu konur? Þeir voru það sem gaf lífið,ef þér mamma þín mikilvæg í dag, getur ímyndað þér vægi hennar ef trúinn byggðist á henni sem byrtingarmynd hinnar heilögu Gyðju, Móðir alls.

Fólk skildi þetta ekki, sá bara barnið koma úr konunni, munið þetta eru börn að visku, líklega ekkert skylt með fólkinu í bókum Jean M. Auel :D

Þegar ég segi fólkið samt. Meina ég karlmenn, konur vissu fljótlega, því að þær fóru á túr, túr einmitt stemmir oft við tunglið (afar mikilvægt í trúarbrögðum til forna)og með að merkja í við og fylgjast með himninum (afar vinsælt til forna ásamt dansi, söng, kynlífi og slíku, ekkert annað að gera) var fljótlega hægt að sjá að árið skiptist í 12 tungl, eða mánuði og árið í 4 hluta (mismunandi eftir heimshluta).

Líklega fundu konur upp stærðfræði.

Þaðan var hægt að sjá á líkamanum hve lengi óléttan stóð yfir og hvað orsakaði þetta.
Ok, konur að segja körlum þetta?

Þær stjórna öllu og ráða lífi og limum kalla og þær eiga að gefa þetta á bátinn? :D
Karlar hinsvegar eru orðnir alveg bilaðir, meina þeir hafa engan tilgang annan en sá að veiða.

Veiðin verður allt, Hinn Mikli veiðimaður fæðist og seinna meir, þegar bráðinni fækkar og mönnunum fjölgar, breytist hann í Hinn Mikla Stríðsmann.

Afhverju? fyrir utan “Baráttu hinna hæfustu”?

Sko, blóð. Fæðing er byrjun lífsins og henni fylgir blóð, kvenmanninum blæðir einu sinni í mánuði, okkur blæður þegar við erum stungin, en mikilvægast af öllu var tíðablóðið, því við vorum eins hamslaust áhugasöm um byrjun okkar þá eins og í dag.

Blóð virtist vera lífið, úr blóði kom lífið og með blóðinu fór lífið, hvað annað sem blóðið var þá virtust guðirnir vera afar hrifnir af því.
Með augum þrungnum af þrá eftir einhverri staðfestu og vissu, þá byrjuðum við að tileinka fórnir til guðanna með von um hjálp eða allavega velvild þeirra.

Mannafórnir voru álitnar skynsamlegastar og stærsta fórnin, líklegust til að gleðja marga guði, viljugar fórnir voru bestar, þótt þeir fórnuðu slatta óviljugum.

Konur var hinsvegar ekki fórnað, vegna mikilvægi síns trúarlega, henni blæddi líka reglulega hvort eð er.

Konur sáu um fórnir, það var partur af trúnni.
konan, fæddi manninn, aldi manninn og hjálpaði honum að lifa og deyja.
hvort sem það var undir hnífnum eða elli.

Guðirnir voru allstaðar, allt var stórt og hryllilegt, eldingin, þruman, fellibylurinn, eldgosið! Og engin skýring á þessu, engin vitneskja ekkert nema ímyndunaraflið til að útskýra þetta.

Karlmaðurinn, neitað um tilgang í lífinu,neitað um Skapandi Blóðið, neitað um töfrana, fann sinn tilgang í veiðinni og bardaga, hann varði konuna, uppsprettu lífsins, skiljiði, það voru margir guðir en allir vissu að lífið kom bara frá einum stað.

Guði, en það sem allir vissu líka, var það að Guð var kona.

Kvenkynið fæðir, karlarnir föttuðu ekki neitt ennþá með þeirra hlutverk svo kvenmenn voru enn æðstiprestur og stjórnandi.

Kvenmenn voru fræðarar, þær voru heilarar, læknar og sjamanar,listamenn og framvegis, Karlmenn veiddu og komu með matinn og sáu um að þjónusta kvenmenn eins og þær vildu, munið að konan var álitin tengiliður við guðina ;)

Og karlar hafa aldrei kunnað að segja nei, hvorteðer :D

Karlmenn hefðu sennilega verið ánægðir með þetta líf, nema að einu leyti, Þeir voru annars flokks verur, tilgangslausir, eiginlega bara þjónar, skapaðir í þeim einum tilgangi.
Kvenmenn fengu líka algerlega að velja sinn maka
karlmenn réðu engu um það.

Þeim var líka eingöngu fórnað,

Af konunum.

Enda urðu karlmenn á endanum geðbilaðir. t.d myndaðist “költar” meðal þeirra sem reyndu að yfirfæra og taka “töfra” kvenmanna, með því að skera undan sér og fá þannig blæðandi gat á milli lappana á sér alveg eins og konurnar.

Ég get ekki alveg ímyndað mér hugarástandið sem þarf til svona. Þetta var iðulega banvænt.

Þannig urðu til fyrstu karlkynssjamanarnir, þeir fáu sem lifðu af, þeir voru aldrei viðurkenndir af kvenmönnum.

Einn daginn hinsvegar, komust nokkrir karlmenn að því að kynlíf skapar börn, ekki vanir mikilli hugsun annarri en herkænsku, veiðitækni nóg að vita hver er sterkasti kallinn og hvort sé hægt að taka hann.

Þeir verða vægast sagt fúlir.

Meina þeim er bara fórnað, ekki konum, konur stjórna öllu, karlmenn eru þjónar. Muniði karlmenn höfðu ekkert nema bardagann, veiðina, þetta voru mestu ofurkarlmennskubrjálæðiskempudólgar nokkurn tímann. (nema fyrir framan kvenmenn, smjaðra fyrir kynlífi)

Ekk nóg með það.

Konur hafa logið að þeim allan tímann.

Þeir eru ekki annarsflokksverur eftir allt! Þeir eru jafnmikilvægir!

Kannski vitlausari en líkamlega sterkari.

Öðruvísi líf gaf þeim kannski ekki sömu visku og vitneskju um okkur sjálf og líf kvennanna, en þeir höfðu lært lævísi og herkænsku.

Og þeir höfðu vopn, Kynin voru jöfn í lífinu, en þau voru ekki jöfn í líkamlegum styrk og karlmaðurinn kunni að nýta sér hann, svo þeir byrjuðu að taka völdin, heimtuðu að stjórna.

Og konurnar leyfðu þeim það, því þær vissu að viska ættbálkanna var geymd í huga allra elstu kvennanna og körlum var ávallt auðhægt að stjórna með ýmsu togi.

Þegar tíminn leið sýndi þetta sig vera mistök, því karlmenn höfðu meiri tíma til að hugsa, voru ekki eins miklir þjónar, þótt kvenmenn gætu oftast fengið þá nema allhörðustu til að gera hvað sem var.

Þeir föttuðu þetta með gömlu konurnar, þeir voru nefnilega dauðhræddir við þær, gamlar konur voru taldar stórhættulegar, fullar af visku og göldrum og gátu bölvað þér ef þú gerðir ekki eins og þær sögðu.

Þær voru æðstuprestarnir, sjamanar, milligöngumenn til guðanna, eina sem karlmenn höfðu lært í þessum efnum var að fórna og skera af sér typpið.

Svo nokkrir menn fengu sýn þar sem Guð er Faðirinn, það hlýtur að vera svo, eru kynin ekki jöfn? Segir Karlmaðurinn. og hugsar annað, því hann metur styrk ofar öllu öðru.
Kvenmenn verða að viðurkenna þetta og nú eru prestar af báðum kynjum.

Karlmenn byrja að móta sína eigin trú.

Blóðið ekki lengur aðalmálið og hugsunin víkkar út.

En Karlmenn berjast enn um land og gæði,Þeirra Guð er ekki lengur blóðið, heldur vera eins og þeir, þeir hljóta að vera skapaðir í skaparans mynd, eru þeir ekki skaparar sjálfir?
Tortíma þeir ekki eins og skaparinn augljóslega gerir?

Þeir meira að segja stjórna lífi og dauða eins og skaparinn gerir.

Hvað snúast þeir um? Styrk, Bardagann, veiðina.
Og Guðinn með hornin fæðist.

Konan hættir að vera svona mikilvæg í trúnni, hún er ekki lengur eini byrjunarpunktur lífsins og hún er ekki endir þess.

Hún er veikburða, eitthvað til að vernda, stjórna, leika sér að, líkt og köttur að bráð.
Kærleikur og mýkt fer forgörðum og er í vaxandi mæli meðal karlmanna talið veikleika tákn.

Kvenmenn féllu æ meir í skugga.

Guðinn breyttist nú frá Guði veiðarinnar og kornins, yfir í hinn mikilfenglega konung, hvíthærðan, skeggjaðan, sigurverara, Líkt og Konungur saddur lífdaga.

Gyðjan tekur bakasess og karlmenn taka hægt og hægt völdin, Gamli Maðurinn verður tákn viskunnar í stað Gömlu Konunnar og staða kvenna verður æ verri.

Hetjumenningin verður til.

Á endanum snúast öll þjóðfélögin um stríð og konan er heilarinn, þjónustukonan og Sigurfangið.

Gyðjan er af flestum gleymd nema af örfáum.

Þeim örfáu er seinna útrýmt að mestu, seinna þegar veldi karla er algjört og ráðist er meðal annars á gamlar konur,heilara og sjamana sem hin siðustu vígi kvenlegrar visku og valds.

Karlmenn eyða næstu öldum í að sigra heiminn og sjálfan sig.

Gyðjan vaknar samt hægt og nú hefur hún hitt Guðinn og þau eru loksins jöfn.

kærleikurinn og mátturinn.

Geta Þau lært að virða hvort annað?

Breytinging er hæg en með skrykkjum.

Í byrjun vorum við Jöfn, svo réðu kvenmenn, svo vorum við jöfn, svo réðu karlmenn, núna erum við að verða jöfn aftur.

Ætli okkur takist að halda jafnvæginu núna? ;)
Ok, hérna er framhaldsagan.

Þótt kvenmenn kenni karlmönnum um ástandið, er sökin, ef svo skyldi kalla, jöfn.

Karlmenn hafa loks fundið sína mýkt og lært að þekkja eða byrja þekkja tilfinningar sínar.

Þeir hafa margir fundið kærleik í sínu eigin brjósti.

En því miður þá eru það meðal annars kvenmenn sem stoppa þetta, þótt það sé hratt að breytast.

Sko, kvenmenn vildu mjúka menn og menn urðu mjúkir, svo föttuðu þær að þær vildu ekki mjúka menn, þeir voru óspennandi, karlmenn voru aðeins lengur að fatta,(audda, kvenmenn segja körlum sjaldan sjitt)og voru ráðvilltur um hríð. en föttuðu svo, sér mikils ama, að kvenmenn sögðust vilja mjúka menn en vildu í raun töffarann, hetjuna.

Sem karlmaðurinn efaðist um að hann væri lengur,
Hann tengdi nefnilega hetjuna við þann sem sigrar allt, í gamla daga mundi það vera sá sterkasti, seinna sá sem stjórnaði sem mestum her með kænsku og auð.

Í dag? eh, sá sem sigrar mest? hmm, Bill Gates???

Hetja? hetjulegur? Fegrar heimsins auður hann eða gerir hann hetjulegri?

Hvernig verður karlmaður hetja í dag? hann hefur fundið kærleik svo hann er á móti stríði, (eingöngu einfeldningar og fólk með lága greindarvísitölu gengur í herinn, því hærri staða í her, því gáfaðara eða hærra statt í þjóðfélagsstiganum er fólk).

móti stríði, þá kemur eiginlega bara að bjarga fólki úr eldi, (fireman as a sexsymbol, anyone? :) löggur (dittó, en nánast ekkert eftir að grísaviðurnefnið festist) og svo framvegis.

Sökin er jöfn, því karlmaðurinn bjó til þessa ímynd og hafði hana í hæstu hæðir, þessa ofurmannstýpu.

og kvenmaðurinn féll fyrir hetjunni sem karlmaðurinn ólmur lék, nú þegar tjaldið fellur frá, sést hve óraunsæ og einföld sú mynd er.

Hetjan er einhver sem alltaf rís upp aftur, hetjan er sá sem allt getur, sigrar allt,
gallinn er sá að hetjur þurfa illsku til að vera til, því meiri verri “vondi kall” því svakalegri er hetjan og því verri sem vondi kallin er, því meiri skít er restin af okkur í.

svo hetjan gengur eiginlega ekki upp, Baráttan milli vonds og ills getur aðeins endað með tortímingu beggja. Eða Drullumikilli þjáningu.

Enda erum við öll að fatta það að við erum bara manneskjur, öll fær um hæstu tinda og lægstu dali, fær um eftirsjá og mistök, fyrirgefningu og frið.

Við erum öll fær um gott og illt.

Og í jafnvægi og með skilningi, breytum við alltaf rétt og í þágu hins góða.

Eftirsjá? samviska? Skömm.

Sum okkar vissu þetta alltaf, sum voru að fatta það og sum eiga enn eftir að fatta það.

Eða viljum við að tilvera okkar verði svona til eilífðarnóns?

og einn daginn föttum við að þetta er bara byrjunin og förum aðeins að slaka á.

Og hætta þessu kjaftæði.

Eftir hverju erum við að bíða? Jesús? Mahdi? (endurfæddur múhammeð) Búdda nr3 ? (voru 2)

Komeon!