Þessi grein átti upphaflega að vera svar við korki eftir malkav, en hún lengdist svo ég sendi hana hér.

Af hverju í fjandanum eruð þið á móti páfanum?!
Ég er trúleysingi, hef aldrei verið í neinu trúfélagi og fermdist ekki, þrátt fyrir allan þrýstinginn. En hvernig er hægt að vera á móti páfanum?! Hann hefur einróma barist fyrir friði, og komið á mörgum breytingum í kirkjunni. Hann hefur ferðast meira en allir aðrir páfar samanlagt, og þá bæði til kristinna landa og annarra, og alltaf virt önnur trúabrögð og aldrei talað illa um þau. Hann bað gyðinga afsökunar á ofsóknum kirkjunnar. Hann var nýlega í Grikklandi og “bað guð að fyrirgefa rómversk-kaþólsku kirkjunni syndir hennar gagnvart grísk-kaþólsku kirkjunni eftir klofning þeirra fyrir tæpum þúsund árum. Aðstoðarmaður erkibiskupsins sagði að yfirlýsing páfa væri ”djarfmannleg“ og gæti stuðlað að bættum samskiptum kirknanna.” (úr Mogganum)
Páfinn er mannlegur eins og flestir og gefur sér tíma til að tala við þá sem til hans koma. Hann heimsækir öll lönd, hve umdeild sem þau eru (Kúba).
Og í sambandi þetta með smokkana og það allt, geriði ykkur grein fyrir því að þessi maður sé áttræður?! Þekkiði einhvern 80 ára gamlan mann sem finnst lauslæti ekki komið út í dálitlar öfgar?
Miðað við aldurinn finnst mér hann bara mhög nútímalegur.
“Páfinn lýsti því yfir árið 1983 að hann hefði fyrirgefið Mehmet Ali Agca, tilræðismanninum sem reyndi að myrða hann tveimur árum fyrr og nú hefur Mehmet verið náðaður og sendur heim til Tyrklands, að tilstuðlan Páfagarðs, eftir 19 ár í ítölsku fangelsi.” (einnig úr mogganum)
Ég sá einu sinni messu með páfanum í gervihnattasjónvarpi. Þar voru saman komnir á risa-torgi um ein milljón manna. Ég verð nú bara að segja að messan var mjög einföld og látlaus og páfi talaði aðallega um að elska ætti guð og var ekki að skamma einn eða neinn. Að lokum sagði hann nokkra brandara.
Eins og ég sagði áðan er ég trúleysingi og hef almennt ekki mikið álit á trúarbrögðum. En það verður að sjá mun á því að vera á móti páfanum og að vera á móti kaþólsku kirkjunni almennt. Ég mun sennilega fá mjög neikvæð svör við þessari grein, en ég mæli með að þið kynnið ykkur nánar, hvað maðurinn boðar, en ekki vera með fordóma í hans garð bara af því að hann er formaður hinnar gamaldags kaþólsku kirkju.