ég rakst hér á grein um að lögleiða ætti fíkniefni og var vísað
til einstaklingsfrelsis því til stuðnings og er það gott og gilt, en
ég tel að það eitt að einstaklingurinn geti gert það sem hann
vill og það komi okkur hinum ekkert við sé aðeins of grunnur
rökstuðningur því það er nú einu sinni þannig að við
tengjumst öll á einhvern hátt í þessu bákni nefnt samfélag þar
sem eins dauði er annars brauð. Ekkert okkar vill að börnin
okkar verði fíkniefnum að bráð, ekki frekar en áfengi. Það er
nú líka þannig að fíkniefnin fara mun oftar miklu verr með
fólkið heldur en áfengið, það er bara ekki á það bætandi… ef
fíkniefni eru lögleidd er það sama og að segja að fíkniefni eru
í lagi, svipað og reykingar, það vita allir að það er óhollt að
reykja en það er enginn fordæmdur fyrir að reykja, verður það
bara ekki eins með fíkniefnin. Svo safnast saman hér
allskonar óþjóðalýður, svipað og í Amsterdam, og áður en við
vitum þá eru allra þjóða dópistar búin að leggja undir sig
dópland, paradís dópistans… ég held að fólk verði aðeins að
hugsa lengra en bara til einstaklingsfrelsisins, og hvað er
frelsi eiginlega???? réttur til hreins lofts?? eða til þess að
mega eiga bíl og menga? það er nú bara þanig að hvað sem
þú gerir þá eru alltaf fleiri sem tengjast því, þess vegna eru
reglur. Ég mundi ekki telja það frelsi að búa í reglulausu landi
þar sem hnefarétturinn réði, það væri að búa við kúgun og
óréttlæti. Annars get ég nú verið sammála því að það að fá að
hafa skoðanir er hluti af frelsinu og ég ber fulla virðingu fyrir
því ef fólk er á annarri skoðun, en frelsið hefur sín takmörk
eins og flest annað.