Sterkur orðrómur hefur verið í gangi um það að Kínverjar séu með heilan her hakkara sem þeir gætu skipað að ráðast unnvörpum á heimasíður fjandþjóða. (Lesist Bandaríkjamanna)
USA er með herstöð á Íslandi og er því talið í hernaðarsambandi við það. Seinustu daga hafa margar Íslenskar heimasíður verið skemmdar og allavegna á einni (Síðu EJS) verið skilin eftir niðrandi ummæli um Bandaríkin sem almenningur gat séð, þangað til síðan var tekin niður til lagfæringa.
Íslenskar síður eru því ekki einu fórnarlömbin, því ég heyrði frá því að m.a. Blizzard.com hefði verið hökkuð nýlega og svo rakst ég áðan á grein á mbl.is sem sagði frá því að gerð hefði verið “fjöldahakkárás” í heimasíðu hvíta hússins og var hún niðri í þrjá tíma.
Það virðist því sem svo að fyrsta marktæka hakkaraárasin sé að byrja. Þetta eru bara viðvaranir.
kv.