“Halldór Ásgrímsson hefur ákveðið að kaupa fjörtíu ára birgðir af myndasögum Moggans fyrir almannafé. Ætlar einhver að halda því núna fram að stjórnmálamenn séu ekki að eyða peningunum sem þeir stálu af okkur í eigin áhugamál? ”

Þetta las ég á flakki mínu um netheima inn á www.uf.is sem er heimasíða ungra frjálshyggjumanna.

Vont er ef satt er, að forsætisráðherra skyldi sóa peningum, síðan hvenær var það hlutverk ríkisstjórnarinnar að fjárfesta í teiknimyndaseríum. Þetta er sennilega fáránlegasta dæmið um heimskulega eyðslu. Það má benda á að ef Halldór hefur hug á að koma sér upp teiknimyndaseríusafni einhversstaðar út á landi þá hefur hann vel efni á því sjálfur.

Það vill svo til að hann Halldór er erfingji margra milljarða virði af kvóta. Kvóta sem hann skammtaði sjálfur handa föður sínum þegar kvótakerfið var sett á. (Hann var þá sjávarútvegsráðherra).

Það var náttúrulega fáránlegt að hafa mann í sjávarútvegsráðuneytinu sem hafði stóra hagsmuni að gæta í svona umdeildu máli, næstum því jafnvel fáránlegt og ef forsætisráðherra kaupir fjörutíu ára birgðir af myndasögum.

Hvað finnst fólki svo? Það má vera að samkvæmt reglunum um kvóta þá hafi þetta verið rétt skömmtun, ég held ekki að Halldór hafi reynt að svindla til sín kvóta, en hann hefði frekar átt að sinna störfum sem tengjast ekki hans persónulegu högum. Það er mitt álit á því hvar pólitíkusar eiga að vinna.

En til hvers var hann að kaupa þessar seríur af mogganum? (Skyldi það tengjast núverandi fjárhagsstöðu moggans)