Það kom til mín í skólanum fréttabréf, með ýmsum upplýsingum um skólastarfið í mínum skóla. Ég las hann í fljótu bragði yfir, en hrökk svo skindilega við að ég kastaðist afturábak í stólnum mínum þanning að ég skellltist á gólfið. Þetta var pistill um hækkun matargjalds í grunnskólum úr 250kr í 270kr sem fræðsluráð reykjarvíkur stóð fyrir.

Með einfaldri grunnskóla stærðfræði reyknaði ég út í huganum að þarna væri á ferð 8% hækkun, ég endurtek 8%! á einu ári. Verðbólgumarkmið ASI er 3,5% og þeir setja það sem algjört hámark, markmið seðlabankans er að vísitala neysluverðs hækki ekki um meira en 2,5% á ári en þarna var á ferðinni 8% hækkun sísvona eftir 1ár.
Þarna er verið að lýsa stöðugleikanum stríð á hendur og vekja upp hinn ógurlega verðbólgudraug sem virðist elta okkur Íslendinga á röndum hvert sem við förum. Þarna er einnig verið að seilast í vasa fjölskyldufólks og hafa af þeim rúmlega 5þúsund krónur aukalega yfir árið á hvert barn.
Tekjur borgarinnar á þessu nema 0,9 miljónum á degi. Ég krefst þess af námsgagnastofnun lækki þessa hækkun í samræmi við vísitölu neysluverðs en rjúfi verðið ekki svona upp með tilheyrandi afleiðingum. Það er ótrúlegt hvað við Íslendingar erum gráðugir í að seilast alltaf eftir hærri peningaupphæðum í launum og verði á vörum, við áttum okkur ekki á því að hækkun hérna þýðir skerðing þarna og svo f.v.
Þessi glórulausa og svívirðilega hækkun Fræðsluráðs reykjarvíkur á gjöldum barnafólks og langt umfram verðlagsþróun og verðbólgu skaðar alla Íslendinga.

Ég mun senda Fræðsluráði Reykjarvíkur opið bréf á næstuni, þar sem ég mótmæli fyrirhuguðum hækkunum og skora á Fræðsluráð Reykjarvíkur að hætta við þessar hækkarnir og taka mark á verðlagsþróun en draga ekki þjóðina smám saman í kaupmáttarskerðingu, ofurháa verðbólgu og hringamyndun.

Takk fyrir mig.