Steve-O Steve-O (dulnefni) er 14 ára Íraskur strákur sem að ólst upp í bænum “Husaybah” sem er nálægt landamærunum við Sýrland, u.þ.b. 100.000 manns búa í bænum. Hann var elstur af þremur bræðrum og tveimur systrum, og bjó ásamt fjölskyldu sinni í litlum moldarkofa. Þar sem Steve-O var elstur systkinanna, þá var honum oftast refsað af föður sínum. En hann var laminn reglulega af föður sínum, og hefur mörg ör til þess að sanna það. Einnig þá er vinstra augað hans skakkt, eftir að faðir hans sparkaði í hausinn á honum í reiðiskasti. Barsmíðarnar versnuðu eftir að Bandaríkjamenn hófu innrásina í Írak, en þá notaði faðir hans barsmíðarnar sem leið til þess að fá útrás yfir óánægju sinni með afskipti Bandaríkjamanna. Steve-O gat varla gengið framhjá honum á tímabili án þess að verða fyrir barsmíðum.

Eftir barsmíðarnar og beiðni um að fara í leiðangra með uppreisnarmönnum, ákvað Steve-O að flýja til Fallujah. En það mistókst hjá honum svo hann endaði aftur hjá föður sínum, sem að gaf honum AK-47 byssu og sendi hann í fjórar ferðir með uppreisnarmönnum. Steve-O vildi ekki drepa neinn, enda taldi hann Bandaríkjamenn vera góða menn sem að vildu bara hjálpa þjóð hans. Svo hann tók upp á því að skjóta upp í loftið og tilkynnti svo föður sínum að hann hefði skotið Bandaríska hermenn. Faðir hans gaf honum peninga í hvert skipti sem hann tilkynnti honum þetta. En Steve-O gat ekki þolað þetta mikið lengur, og ákvað að ljúga að föður sínum til þess að komast burt. Hann sagðist ætla að fara til Sýrlands og sækja um vinnu, en í staðinn þá hafði hann samband við Bandaríska hermenn.

Hermennirnir í “Dragon Company” liðinu í Írak höfðu fengið margar upplýsingar um hugsanlega uppreisnarmenn frá Írökum. Upplýsingar frá sumum sem að vildu hjálpa voru mjög gagnlegar, á meðan aðrir lugu í von um að fá peninga. En þeir fengu loksins góðar upplýsingar eftir að Steve-O hafði samband við þá. Vegna ótta við að fólk myndi lýta á hann sem svikara, bað hann hermennina að handtaka sig og setja poka yfir höfuðið. Svo þegar þeir höfðu farið með hann á öruggan stað þá gaf hann þeim upplýsingarnar. Eftir það var ekki snúið aftur, og varð hann leynivopn hermannanna næstu fjóru mánuðina.

Hermennirnir gáfu honum dulnefnið Steve-O til þess að vernda hann frá uppreisnarmönnunum. Fyrsta verkefnið hjá Steve-O var að vísa hermönnunum á heimilið sitt. En faðir hans var þar ásamt öðrum uppreisnarmanni sem var frá Sýrlandi, mennirnir voru handteknir án átaka. Bundið var fyrir augun á þeim og farið með þá burt, Steve-O hefur ekki séð föður sinn síðan. Steve-O hafði upplýsingar um nöfn og staðsetningu rúmlega 40 uppreisnarmanna, enda hafði hann hitt þá alla með föður sínum. En því miður þá kostaði þetta sitt fyrir hann Steve-O, en uppreisnarmennirnir myrtu móður hans í hefndarskyni stuttu seinna. Systkini hans voru heppnari og gátu forðað sér til Fallujah.

Steve-O varð mjög náinn Bandarísku hermönnunum á meðan hann hjálpaði þeim í baráttunni gegn uppreisnarmönnunum. Hann svaf á sama stað og þeir, klæddist sömu fötum, borðaði á sama stað og fór með þeim í leiðangra. Og smátt og smátt urðu hermennirnir mjög nánir honum og byrjuðu að lýta á hann sem yngri bróðir. Hermaðurinn Daniel Hendrex sem að var einn af hermönnunum í “Dragon Company”, þurfti að yfirgefa Írak ásamt félögum sínum fjórum mánuðum eftir að hann kynntist Steve-O. En því miður fékk hann ekki leyfi til þess að taka Steve-O með sér, svo hann ákvað að hitta hann í seinasta skipti áður en hann færi. Hann vakti Steve-O um miðja nóttu, og gaf honum derhúfu og einnig loforð. Hann sagði honum að fara varlega á meðan hann væri í burtu, og lofaði honum að hann myndi gera allt í sínu valdi til þess að koma honum burt frá Írak. Steve-O faðmaði Hendrex með tár í augunum, og horfði á eftir honum þegar hann fór.

Um leið og Hendrex kom til Bandaríkjanna þá hóf hann baráttuna fyrir því að koma Steve-O til Bandaríkjanna, meðal annars með því að hafa samband við þingmenn og skrifstofu varnamálaráðherra. Eftir nokkrar vikur fékk Hendrex loksins leyfi fyrir því að fá hann til Bandaríkjanna, og fór Steve-O með næstu flugvél til Þýskalands. Hendrex fór einnig til Þýskalands og hitti þá Steve-O í fyrsta skipti frá því hann var í Írak, hann var ánægður að sjá að hann var en þá með derhúfuna sem hann gaf honum. Þeir fóru saman til Bandaríkjanna og lentu á Colorado Springs flugvellinum, en þar voru hermennirnir úr “Dragon Company” samankomnir til þess að bjóða Steve-O velkominn til Bandaríkjanna.

Steve-O er orðinn ágætlega þekktur í Bandaríkjunum, enda hefur hann ekki hikað við að deila sögu sinni með almenningi. Bæði dagblöð og fréttastöðvar hafa fjallað um hann, og hefur hann sjálfur komið fram í sjónvarpsþættinum hennar Opruh Winfrey. Steve-O lifir núna góðu lífi í Bandaríkjunum og fær hann góðan stuðning frá Bandarísku þjóðinni, en hann fær fjárhagsstuðning og er að mennta sig. Hann sér alls ekki eftir ákvörðuni um að hafa haft samband við Bandarísku hermennina, þó það hafi endað líf móður hans. Hann gerir sér grein fyrir því að til þess að bjarga Írösku þjóðinni frá einræðisherranum Saddam Hussein, þurfti að gera fórnir. Ég vona að þessi ótrúlega saga hans fái fólk til þess að lýta á stríðið frá öðru sjónarhorni, og ekki dæma alla sem að taka þátt í því sem vonda einstaklinga.