Enginn maður er verðugur þess sem Jesú lét ganga yfir sig okkar vegna, heldur býðst okkur nýtt líf í Jesú Kristi vegna þess hvað Guð er kærleiksríkur og þetta er Hans gjöf til okkar. Við höfum valið til þess að meðtaka gjöfina eða þá hafna henni, og því snýst þetta ekki um það hvort að Guð elski okkur, heldur snýst þetta um það hvort við elskum Hann á móti og meðtökum vináttu Guðs í Jesú Kristi. Guð elskaði okkur á undan.

Ef við værum fullkomin þá hefði Jesú aldrei þurft að koma hingað til jarðarinnar og fórna sér á krossinum fyrir okkur, og þess vegna verðum við að sætta okkur við það að við erum undir miskunn og náð Guðs. Þetta hefur ekkert með verðleika hvers og eins að gera, sama hversu maður lítur stórt eða lítið á sjálfan sig. Við mannfólkið munum aldrei getað borgað þá skuld sem við skuldum Guði almáttugum fyrir allar okkar syndir, og því ennþá meiri ástæða til þess að vera þakklátur og gleðjast yfir því að eiga hinn kærleiksríka og miskunnsama Guð að í lífinu.

Hér er smá dæmisaga:

Segjum svo að maður sé búinn að gera mikið á hlut góðs manns og maður þoli hann ekki, en hann hefur alltaf elskað mann og sýnt það í orði og verki. Það gerist síðan þegar maður er að labba í óbyggðum að maður dettur í djúpa gryfju og kemst ekki upp úr henni og það lítur út fyrir að maður muni svelta til bana.

En þá gerist eftir dálítinn tíma að góði náunginn óttast um afdrif manns, og leitar manns þangað til hann á leið framhjá og hann sér mann í gryfjunni og býður manni hjálparhönd. Góði maðurinn býður manni hjálparhönd út af því að hann elskar mann og er svo góður í sér, í stað þess að maður sjálfur eigi það skilið, enda hefur maður ekkert að bjóða honum.

Mun maður meðtaka kærleika náungans með því grípa í hönd hans og leyfa honum að lyfta sér upp úr gryfjunni, og sýna þakklæti með því að vera vinur hans héðan í frá og elska hann gagnkvæmt? Eða mun maður þrjóskast til í illsku sinni til að hafna hjálp hans ,,því að ég er of stoltur til að viðurkenna að ég þurfi á hjálp frá honum að halda´´?

Fólk getur séð að sér og meðtekið Jesú sem vin sinn, eða þá fólk getur frekar kosið að rotna í gryfju sinni og verja eitthvað ímyndað ,,stolt´´ sem er ekki til vegna þess hvað fólkið burðast með alls kyns syndir sem er ekkert til þess að vera stoltur yfir. Maður getur ávallt verið stoltur yfir því að eiga Jesú að vini, og það stolt er eilíft.

………………..

Sá sem syndgar er sekur og býr við fylgikvilla sektarinnar (t.d þráhyggja, sektarkennd, hugarangur, fælni, biturð, tómleiki, og fleira), og því er ekki hægt að flýja undan sektinni (t.d sálfræði, lyf, sjálfsstyrkingarformúlur, og fleira) og reyna að losa þig endanlega við hana í eigin mætti, því að þú hefur ekkert vald í þeim efnum að fyrirgefa sjálfum þér.

Jesú Kristur sá eini sem getur frelsað þig frá syndunum með því að fyrirgefa þér sekt þína og hreinsa syndirnnar burt í blóði sínu ef þú aðeins trúir á Jesú og meðtekur kærleika Guðs inn í líf þitt. Þá ertu laus við syndirnar, sektina og fylgikvilla þá sem þú varst að burðast með á sálu þinni og hjarta.

Viltu virkilega standa í því að eiga í ævarandi baráttu við einhverjar syndir og fylgikvilla þeirra (vandamál), eyðandi tíma og áorku í að verjast einhverju sem aldrei fer endanlega, heldur kemur aftur og aftur yfir þig, alveg sama hvernig þú bregst við því? Ætti maður ekki frekar að játa syndir sína fyrir Guði, biðja um fyrirgefningu og meðtaka Jesú inn í líf sitt, svo að maður frelsist frá öllu þessu sem er að plaga mann svo að þetta sé algerlega gleymt og grafið?

Er ekki best að sigra vandamál endanlega svo að maður þurfi aldrei aftur að berjast við þau og þurfi ekki að pæla í því framar meðan maður lifir lífinu í friði og hamingju, í stað þess að þurfa standa í baráttu alla ævina og lifa í andlegri þreytu og neikvæðni þess þegar þetta er hluti af lífi manns?

Guð er sá eini sem getur frelsað mann frá andlegum dauða, en enginn mannlegur máttur og mannanna ráð ná að megna það. Allt of margt syndugt fólk vill ekki iðrast og byrja nýtt líf í Jesú, heldur vill fólkið þess í stað leyna sekt sinni, flýja frá augliti Guðs með því að brynja sig upp með sjálfsréttlætingum, drambsemi, hræsni og fleiru sem er í lygum gjört.

En sem betur fer er til fólk sem iðrast synda sinna, viðurkennir sekt sína fyrir Guði, biður um fyrirgefningu, og sýnir vilja til að lifa í Kristi. Það fólk sem trúir í sannleika á Jesú, þá mun fá fyrirgefningu og fá eilíft líf í Honum, þótt fólkið hafi verið jafn syndugt sem aðrir menn, jafnvel miklu syndugra. Vill fólk lifa í lygi og rotna meir og meir innra frá, eða vill fólk lifa í sannleika og lífgast meir og meir innra frá í samfélaginu við Guð sem trúin á Jesú gerir okkur kleyft að fá aðgang að?

Þegar blóð Jesú Krist hreinsar mann af öllum syndum þá losnar maður við allt hið neikvæða sem var að hrjá mann, en þess í stað býr maður við innri frið líkt og maður sé aftur saklaust barn með ekkert á samviskunni. Munið þið eftir því þegar þið voruð lítil börn og hvernig ykkur leið þegar þið voruð uppi í skýjunum? Muniði eftir því þegar þið voruð full af kærleika, innri friði, gleði og ykkur fannst þið vera elskuð svo mikið?

Fólk sem frelsast skynjar allt umhverfið upp á nýtt í jákvæðnum skilningi og séð hlutina eins og þeir eru í sannleika. Maður er svo glaður og þakklátur fyrir að eiga Guð að og fá að upplifa það hvað Hann elskar mann mikið, að manni líður eins og maður sé aftur barn sem hrærist í fjölskylduástinni, nema hvað þessi ást er slær allt annað út og varir að eilífu. Að frelsast er að lifa.

Fórn Jesú Krists á krossinum er sem vírushreinsun mannkyninu til handa, sem það verður að nýta sér með því að meðtaka Jesú inn í líf sitt, auk þess var sem Jesú Kristur gerir okkur aðgengilegt að setja upp besta stýrikerfi í heimi (= lifað í Jesú Kristi og leiðst áfram af heilögum anda í að hrærast í kærleikanum).

Fólk sem sýnir iðrun og frelsast er sem endurforritað því allir vírusar og gallar (syndir og fylgikvillar synda) eru eyddir burt, og fólkið veit nú hvað á að gera (fetað kærleiksríkan veg Guðs, samkvæmt fagnaðarboðsskap Jesú), hefur þar með betra færi á því að ganga betur í þetta skipti og veit auk þess hvaða vitlausa leið (syndlegar langanir) varð til þess að vírusar og gallar rústuðu tölvunni í fyrra skiptið.



Ef við fyrirgefum öllum mótstöðumönnum okkar, þá mun Guð fyrirgefa allar okkar syndir, en ef við fyrirgefum ekki öðrum mönnum, þá mun Guð ekki heldur fyrirgefa okkur. Ég mun víkja nánar að því seinna.