Jæja eitthvað virðist heimurinn að brenglast því að núna fyrir stuttu var gefinn út leikur, hann heitir JFK Realoaded, og jamm hann hefur eitthvað að gera við JFK. Nema þú leikur ekki John F. Kennedy, þú ert ekki einhver hermaður sem elskar hann, sem fer og berst útí heim fyrir hann. Nei! þú ert Lee Harvey Oswald og þú átt að skjóta John F. Kennedy! það er eini tilgangurinn með leiknum.

Leikurinn er þannig að þú niðurhalar honum af netinu, hann er ókeypis og bara nokkur megabæt.
Ég ákvað að prufa þetta, og mér brá, þetta var viðbjóðslegt, þú byrjaðir í glugganum fræga í húsinu þar sem Oswald beið eftir Kennedy, þú byrjar bara þar, ekkert meira, síðan kemur bílalestin þar sem forsetinn er inní fallegum bíl og veifar fólkinu. En það sést ekkert fólk í leiknum, því að það er enginn tilgangur með því, þar sem eini tilgangurinn er að drepa Kennedy. Og nei þú getur ekki skotið hann, því að maður verður að fá fulla útgáfu af leiknum, sentu bara fyrirtækinu sem gerir leikinn 1000 kall og þá ertu kominn með fulla útgáfu og það eina sem bættist að nú hefuru kúlur í byssunni þinni. Ég hef ekki prufað þennan hluta þar sem ég vil ekki endurgera morð á merkum mönnum.

Þetta er ekki búið, þú getur unnið til peningaverðlauna, með því að skjóta kúlunum þínum sem næst því sem Oswald gerði, og þá geturu unnið þér inn 100.000 dala verðlaun, ekki amarlegt :S Og það dugar ekki að segja núna: Vá hvað Bandaríkjamenn eru siðblindir því að í fyrsta lagi er það Skoskt fyrirtæki sem gerir leikinn, og jamm þeir segja að þeir séu að reyna að setja söguna yfir á tölvuleik, sagan kemur aldrei fram, maður lærir ekkert um JFK eða Oswald, bara það hversu “erfitt” það var að skjóta hann. Síðan geturu auðvitað gert “replay” af atburðinum til þess að sjá hann aftur í betra sjónarhorni, og tekið út hvað var vitlaust við skot þitt og svo framvegis.

Mér finnst þetta frekar grimmt, ef þú pælir í því að maðurinn á fjölskyldu, hvað finnst ykkur.
Snoother