Við viljum oft meina að maðurinn sé gáfaðasta dýr jarðar og í rauninni eina dýrið á plánetunni okkar sema að viti sé borið. Afhverju teljum við þetta? Jú útaf því að við vitum hvernig heimurinn varð til ,við getum reiknað út erfið stærðfræðidæmi og við getum við getum byggt verksmiðjur sem að menga loftið.
En segðu mér nú, er það virkilega gáfulegt að hafa verksmiðjur sem menga loftið okkar? Eða er það virkilega gáfulegt að finna upp vopn eins og kjarnorku sprengjur og framleiða svo nóg af þeim til þess að geta sprengt upp heiminn 26sinnum.
Ég meina það við háum styrjaldir, útaf því að við viljum eignast stærri landsvæði, eða útaf því að hin þjóðin drap einn ráðamann okkar þjóðar eftir að við erum búin að vera í erjum, tönn fyrir tönn, auga fyrir auga. Sem leiðir mig til merkilegrar setningar sem herra Gandhhí sagði: „, auga fyrir auga gerir okkur öll blind“.
Og nú vil ég benda á að við óttumst úlfa mjög mikið, útaf því að við teljum að þeir drepi okkur án þess að depla auga, þegar sannleikurinn er sá að úlfar veiða ekki meira til matar en þeir þurfa. Á meðan við menn erum slátrandi þúsundum af kjúklingi á hverjum degi og hendum síðan hundruðum kjúklinga, útaf því að þeir höfðu ekki verið keyptir og voru nú útrunnir, en hverjum er svosum er ekki skítsama um það að þessar skepnur höfðu verið drepnar af tilefnis lausu.
Trúðu mér þetta endar allt með því að manndýrið á eftir að eiðileggja heiminn í einhverju heimskulegu kjarnorkustríði, það verða ekki úlfar eða einhverjar aðrar skepnur, nei það verða menn.
Hin dýrin voru nefla nógu gáfuð til þess að átta sig á því hve indæl náttúran var og þau vissu að heimurinn gat verið betri svo þau ákváðu að ekki reyna að breyta henni, en svo þurfti endilega einhver heimskur api að læra að ganga á tveimur fótum og það átti eftir að gera það að verkum að heimurinn spilltist í mengun og stríðum.
Stríð getur einungis af sér fleiri stríð og dauða, lærum af boðskap Gandhi.