Sælir Hugarar.

Ég var að enda við að horfa á mjög svo athyglisverða heimildarmynd sem ég pantaði mér á netinu um daginn.
Hún heitir Sweet Misery: A Poisoned World.
Hér er smá úrdráttur.
Myndin er um sætuefnið Aspartame sem er sett í ýmsar matvörur og drykki í stað sykurs.
Aspartame komst í gegnum Lyfja og matvælaeftirlit Bandaríkjanna og Evrópu undir mjög svo vafasömum kringumstæðum þar sem rannsóknir voru rangtúlkaðar á undraverðan hátt af því fyrirtæki sem framleiðir Aspartam. Einnig voru háttsettir menn innan eftirlitsins sem fengu feitar stöður í einkageiranum eftir að Aspartame komst á markaðinn. Donald Rumsfeld er nafn sem flestir þekkja en fáir tengja Aspartame. Hann var forstjóri lyfjafyrirtækisins árið 1977. Donald Rumsfeld á stóran þátt í að Aspartame er enn í dag notað í t.d. Nutrasweet - Diet Coke - Extra tyggjó og fleiri matvælum. Aspartame hefur mjög mismunandi áhrif á fólk. Sumir fá t.d. MS sjúkdóm, aðrir heilaæxli, enn aðrir sykursýki og nokkrir missa sjón…….
Endilega kíkið á þessa,til að nefna einhverja síðu, http://www.dorway.com/ til að kynna ykkur málið frekar eða bara á Google eða Yahoo og leitið þar. Sá ég einhverstaðar að byrjaðar væru stórar lögsóknir í Bandaríkjunum vegna skaðlegra áhrifa Aspartame á heilsu fólka!
Kveðja
MIKO