Varðandi NBC morð-myndbandið Í gærkveldi lenti ég í umferðarhnút með föður mínum, sem að náði frá öskjuhlíð og inn í miðbæ kópavogs. Þar sem að við höfum ekkert betra að gera kveikjum við á fréttunum á stöð 2.

Eftir að dálítill tími er búinn af fréttunum kemur frétt um það að myndband hafi náðst af Bandarískum hermanni sem hafi skotið vopnlausan, særðan íraka í mosku í Fallujah, borginni sem Bandaríkjamenn jöfnuðu við jörðu (frelsuðu?) núna um daginn.

Mynbandið náðist fyrir slysni þegar tökumaður NBC fréttastöðvarinnar var að mynda særða íraka í moskunni.

Myndbandið var sýnt í heild sinni á stöð tvö, og er mér sagt að ekki hafi farið á milli mála að maðurinn hafi skotið manninn, sem enginn hætta stafaði af, heyrðist maðurinn segja eitthvað eins og: “I'm gonna fuckin' kill him! Sick fuck! AAAH! (plang)”

Nú, við feðgarnir hneykslumst á þessu en höldum svo áfram að hlusta á fréttir. Eftir fréttir á stöð tvö erum við ekki búnir að komast neitt áfram í hnútnum (vorum í þessum hnút alls 45 mínútur.)

Þannig að við völdum RÚV og förum að hlusta á fréttir þar, og viti menn!

“Myndband náðist af bandarískum hermanni sem VIRÐIST skjóta særðan Íraka í mosku í Fallujah.”

Bíddu, bíddu, af hverju er þetta “virðist” þarna? Ég hef reyndar ekki séð myndbandið, en mér hafa nánir vinir minir sem horft hafa á þetta myndband upplýst mér um það að, að það hafi ekki farið á milli mála hvar það gerðist.

Það er nú víst ekki af ástæðulausu sem þetta blessaða sjónvarp okkar er RÍKIS sjónvarp, og tel ég þetta óáreiðanlegan fréttaflutning til a hylma yfir fyrir bandaríkjamönnum. Svo kom fram á RÚV að svona gerist oft í stríði, eins og þeir væru að afsaka það hvað maðurinn hefði gert!

Ég verð nú að segja eins og er, að mér finnst þetta ekkert smá gruggugt.

-Hacki
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi