Græðgi landsmanna Heimalærdómsræða fyrir íslensku.

Ég hef ákveðið að skrifa um hvort allir ættu ekki að hafa sömu laun í sama hvaða stöðu þeir gegna í samfélaginu. Verkfall grunnskólakennara hefur verið mjög áberandi í fréttum síðastliðnar 7 vikur, verkfall tengist auðvitað launum og ætla ég aðeins að ræða um þau.

Þjóðin gæti verið mjög vel stödd ef allir starfandi Íslendingar væru með sömu laun, hvernig þá ? Jú, verkföll sem eru að hrjá okkur Íslendinga í dag myndu hætta, fólk myndi hætta að sækja um hærri stöður í starfi sínu vegna hærri launa, þetta myndi skila hæfara fólki í störfin, því fólk myndi þá sækja um hærri stöður vegna áhuga þeirra á starfinu. Þeir sem hafa sérstaka hæfileika ættu frekar bara að njóta þess að vinna við eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt.

Helstu mótrökin eru sú að ekki er hægt að ganga að því vísu að lengra nám færi manni hærri tekjur. En fólk sem fer t.d. í læknanám hlýtur að velja það vegna áhuga þess á því, en þar sem læknar myndu fá t.d. sömu laun og kennarar fyrir lengra nám ættu allir námsmenn að fá ódýrari eða ókeypis skólabækur.

Fjárskipulag ríkisins myndi verða töluvert einfaldara þar sem mun auðveldara er fyrir það að reikna út fjárlög miðað við skatta sem þeir taka af fólki því þeir vita hvað allir eru með í laun.

Með jöfnum launum væri hægt að útiloka flesta sjóði eins og öryrkja- og ellilífeyrissjóð, og ríkið myndi í staðinn nota þá peninga til að niðurgreiða lyf og almenna heilsugæslu, þannig væri búið að koma í veg fyrir að menn stælu úr sjóðnum til að drýgja tekjurnar, og því væri vonandi minna um fjársvik.

Þannig að mér finnst að allir ættu að hafa sömu laun, allar manneskjur eru jafnar og engin er verðmætari en annar.