Eftir fjörugar umræður í “á að leggja niður krónuna?” þræðinum hef ég ákveðið að starta smá grein og vonandi að fá skemmtileg reply hérna um ESB. Ég er langt frá því að vera mjög klár í málum ESB og þar fram eftir götunum. En ég veit að við erum í EFTA ásamt örfáum öðrum löndum og EFTA sambandið er með EES samninginn við ESB. EES samningurinn gerir það að verkum að mér skilst að EFTA lönd geti einnig selt og keypt vörur innan ESB tollfrjálst að miklu leiti (eða tolllítið).

Ok þetta er það litla sem ég veit um ESB/EFTA/EES. En hvað er það sem við græðum á því að ganga inn í ESB? Einhverjir hljóta kostirnir að vera fyrst það eru svona margir sem vilja fara þarna inn. Það er varla tollfrjáls viðskipta því það höfum við núþegar gegnum EES samninginn. Evran kannski? Jú ég hef ekkert á móti því að taka upp krónuna, finnst fáranlegt að hafa sér gjaldmiðil hjá okkur. En það þyrfti að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að við værum komin í ESB og það er ekkert víst að við samþykjum, þarf ekki líka að uppfylla fjölmörg skilyrði til þess að fá að taka upp evruna?

Ég geri ráð fyrir að ríkisstjórn íslands breytist ekkert við að við göngum í ESB. Við höfum ennþá dómsvald/framkvæmdarvald og löggjafarvald. En við getum ekki gert eitthvað sem er andstætt lögum ESB. Af því ESB lögin eru æðri landslögum og gæti því verið samþykt lög sem við viljum ekkert með hafa og getum ekkert gert. Við munum hafa örfáa fulltrúa þarna og ekki ráða miklu sjálfir. Nú er ég ekki viss hvernig fiskveiðistjórnun ESB er og hvort hún sé hræðileg.

Þannig núna bið ég ykkur hugara að leiðrétta allt sem ég var að segja (ruglaði örugglega eitthvað, ég er langt frá því að vera vitur um þetta mál) og endilega gefið upp fleiri upplýsingar sem ekki hafa komið fram hérna. Mér finnst leiðinlegt að vita ekki allt um málið og ég er viss um að allir hefðu gott af því að fá að heyra allar hliðar málsins og ákveða þá sjálfir hver afstaða þeirra er í málinu.