Kárahnjúkar...mín reynsla... Jæja þá náði ég loks að koma með framhald að grein minni um kárahnjúkaframkvæmdirnar..:)

jæja þetta byrjaði allt með því að ég og vinur minn förum á skrifstofu Impregilo á Egilsstöðum til að sækja um vinnu, áður en við förum inn ákveður vinur minn að fá sér sígarettu í því kemur maður út af skrifstofunni til að fá sér sígarettu og fer hann að spjalla við okkur og spyr okkur í hvaða erindum við séum, við tjáum honum það og kemur þá í ljós að hann sér um ráðningarnar þannig að þegar þeir eru búnir að reykja förum við inn þar sem við fyllum út umsóknir og hann spyr okkur hvaðan við séum, við segjum honum að við séum sveitastrákar sem honum líkar vel og segir okkur að þetta séu 12 tíma vaktir og unnið í fjórar vikur og ein í frí, svo segir hann að það verði sennilegast hringt í okkur bráðlega varðandi vinnuna…

Morgunin eftir hringir símin um 7 leytið og við spurðir hvort við séum ekki til í að mæta bara sem eftir svona klst. og hvort ég sé með bílpróf ég jánka báðu og við brunum í bæin.
þegar við komum að skrifstofuni kemur maðurin sem réði okkur á móti okkur og spyr hvort ég sé ekki til í að keyra upp á Hiace bifreið sem þeir voru nýbúnir að fá og á ég að elta annan sem er á jeppa, ferðin upp gekk vel þrátt fyrir að vegurinn var ekki “beint” fyrir svona sendil enda var enn verið að leggja vegin upp :) jæja þegar við komum upp að búðunum sem þá voru aðalbúðir eða Dam camp einsog þær heita fengum við herbergi og áttum að byrja dagin eftir.
Þar komumst við einnig af því að það var bara unnið 10 tíma en ekki 12 einsog við vorum ráðnir uppá :/…fyrstu dagana var ég uppá lager sem var alveg ágætt, svo einn morgunin vorum við félagana spurðir hvor okkar gæti lesið hugsanir í spaugi af einum yfirmanninum, þá átti annar okkar að fara að vinna í göngunum og fór ég þar sem tungumála kunnáta mín er betri.

það fyrsta sem ég fann að þegar að ég fór í göngin var að það vantaði alveg töflu til að merkja við að maður væri niðri þannig að ef eitthvað kæmi fyrir þá vissi í raun engin af manni þarna :/ jæja þegar neðar var haldið þá sá ég menn í bláum vinnusamfestingum óendurskins merkta þetta leist mér ekkert á og þakkaði fyrir appelsínugula gallan minn :)
þarna vann ég með í stuttan tíma vegna ósætti milli mín og þess sem var yfir mér þarna niðri sem náði hámarki er við vorum að draga rafmagnskapal frá borvél er notuð er til að bora fyrir sprengiefni þarna niðri, við notuðum Jeppa til að draga kapalin frá vélinni, kapalin kláraðist þegar við vorum komnir áleiðis og jeppin nátturulega stöðvaðist, ég hélt í endan á kaplinum sem var vafið um dráttarkúluna. Við köllum á mannin að kapallin sé búin, en maðurinn gíraði bara niður og gaf í sem olli því að kapallin slitnaði og ég fann hvernig endin skaust rétt við andlitið á mér og þá fékk ég meira en nóg og fékk flutning á lagerin þangað til deildin sem ég átti að fara til var tilbúin…

Þar var ég með ágætis manni DiCorado að nafni þó okkur hafi ekki samið í fyrstu þá var þetta fínasti maður þegar við loks fórum að kynnast og sá ég hálfpartin eftir að hafa farið þaðan í hina deildina…á meðan ég var á lagaernum gerðist ýmislegt
Hæst ber að nefna eitt skiptið er við vorum að taka steypustirktarjárn af vöruflutninga bíl og maður einn sem akkurat vildi svo til að er sami maður og ég var að vinna undir í göngunum, seinna komst ég að því að hann hafði ekki einu sinni rétt á tækið sem við vorum að nota og hafi lítið sem ekkert notað það :/
einsog áður segir vorum við að hífa þessi búnt af, þau voru víruð saman og stundum ekkert alltof vel gert, ég var á vagninum að húkka í og stóðu tveir fyrir neðan til að stýra járnunum á réttan stað einn fyrir neðan vagnin og hinn aðeins lengra frá…
þegar við vorum að þessu þurfti maðurinn á krananum að fara frá og kom þá Michaletti sem var yfirmaður véladeildarinnar og tók við af honum sem betur fer því að eitt búntið sem við tókum var frekar lélega spenslað saman og sagði hann því strákunum að fara frá því hann treisti því ekki…og viti menn vírarnir gáfu sig og annar endin hrundi niður á sama stað og annar drengurin hafði staðið og má hann því þakka fyrir að hinn var ekki því sá heðfi sennilegast ekki tekið eftir þessu.

Svo var ég að vinna hjá labratory einsog deildin var kölluð og var afskaplega lítið að gera þar ég var aðalaga að rúnta á milli að taka steipu sýni yfirmaðurin minn þarna var mjög fínn og heitir hann Negri :) einn maður sem er búin að vinna hjá fyrirtækinu í áratugi lét flytja sig í annað verkefni því honum líkaði ekki hvernig staðið var að málum þarna, t.d. á meðan ég var hjá þessari deild var einn kínverjin sem þarna var að kenna mér að taka steipu sýni og kom þá í ljós að steipan var of þunn en hann sagði það væri í lagi því að það þyrfti að senda bílin til baka og eitthvað vesen og að það væri ekki okkur að kenna og eitthvað svoleiðis rugl og ætlaði að láta mig kvitta en ég neitaði því og sagði trúnaðarmanninum frá þessu, einnig var öriggisfulltrúin þarna bara brandari, þetta er fínn skrifstofu karl en tók aldrei á neinu :/ hann fór bara undan í flæmingi.
Stuttu eftir að ég byrjaði í þessari deild þá lenti ég í því að útborgunin mín klikkaði og það rétt fyrir verslunarmanna helgi sem var hörmung :/ ég beið í hálfan mánuð eftir útborgun en þegar ég fór að grenslast um þetta þá sat þetta á skrifborðinu hjá einum yfirmannana og þótti honum það ekki nógu mikilvægt að ganga frá því mér hafði sinnast við hann áður…þannig að ég lagði niður vinnu þangað til þetta kæmi stuttu eftir það var ég farin…:/

já þarna uppi lærði ég eitt og annað um hvernig skal ekki vinna :) þó var þetta ekki alslæmt :) ég lærði líka eitt og annað hagnýtt og kynntist nokkrum skemmtilegum persónum :)
Jæja vona að þið hafið eitthvað gaman af þessu :)
S.s.S