Jáhá, vá! Æðislegt! Loksins!!!

Eða hvað?

Nú var farið í skífuna á dögunum og fenginn hjá þeim þessi nýji digital ísland afruglari, og var maður ansi ánægður með það.

Kvöldið og Idol keppnin er sýnd þá er farið í að setja hann upp, tengja og svona, lesa leiðbeiningar. En, nú kom doldið upp á, HANN BARA VIRKAÐI EKKI! Ég fór í gegnum setupið á þessum afruglara, og svo í sjálfvirka leit á stöðvum, en EKKERT fannst!

Hvaða hvaða dæmi er í gangi hugsaði ég. Fór í gegnum öll stillingaratriði á afruglaranum, þar til ég fann eitthvað sem sýnir mér stöðuna á smartkortinu. Þar stóð “smartcard wrong insert”. WOOOOOT!! Eftir að hafa prófað að setja kortið í á alla vegu, upp niður hægri og vinstri er ég sannfærður um að kortið er rétt sett í, en alltaf fær maður sömu villuboð.

Ég auðvitað einsog góður viðskiptavinur hringi í þjónustverið, en það var nú ansi mikil ætlunarsemi að ná sambandi við einhvern. Eftir að hafa hringt stanslaust redial í klukkutíma þá gafst ég upp, og öll fjölskyldan missir af Idol.

Daginn eftir reyni ég svo aftur að ná sambandi, og eftir miklar tilraunir í annan klukkutíma, þá næ ég sambandi við tæknimann. Mér bókstaflega BRÁ! Ég þurfti að spyrja viðkomandi hvort hann væri símasvari!!

Eftir að hafa spáð og spögulerað um þetta mál í 5 mínútúr spyr hann mig hvort ég sé ekki með loftnet! Hm…einsog í öllum nýtískulegum húsum erum við bara með línuna sem kemur inn í húsið, breiðvarpbandið eða hvað sem það heitir.
Þá segir hann að ég þurfi að vera með ÖRBYGLJULOFTNET!
Við erum nú ekki með örbylgjuloftnet, og höfum ekki haft slíkt síðan þetta hús var byggt, 1997, né get ég séð að nágrannar okkar séu með slíkt á húsþökum sínum.


Þannig að til að ná himnasendingum stöðvar 2 þá þarf ég að vera með örbylgjuloftnet, afruglara og auðvitað virka áskrift! Er þetta nú ekki ansi langt gengið fyrir eina sjónvarpsstöð?

Ég vil ekki þurfa að klífa upp húsþök, leggja líf og limi í hættur, setja upp eitthvað ljótt örbylgjulofnet, bora göt, skrúfa niður og leggja snúrur (eitthvað sem var gert árið 1968).

Erum við ekki lengra komin en þetta spyr ég nú bara? Að við þurfum að fá afruglara fyrir breiðvarpið, afruglara fyrir digital ísland, örbylgjulofnet, breiðbandið og Guð má vita hvað fleira. Hvernig verður þetta þegar Landsíminn kemur með sitt dót þarna inn?

Ég gefst upp! Takið allt þetta drasl í burtu, ég vil ekki sjá það. Ég horfi bara á ríkissjónvarpið góða, skjá einn og dagskrána á stöð 2 ruglaða!