Ég hef verið að lesa nokkra pósta hérna og tekið eftir því að margir þeirra fjalla um hversu slæm lögreglan er, að hún sinni starfi sínu ekki vel og allt taki langan tíma. Fyrst ég hef ekkert að gera þá get ég alveg eins skrifað um mína reynslu af íslensku lögreglunni.

Ég bý í tiltölulega litlum bæ úti á landi, flesti þekkja flesta og allt svoleiðis. Það mætti alveg kalla mig utangarðsmann, ég á fáa góða vini en er alveg sáttur með það. Ég á einfaldlega lítið sameiginlegt með fólkinu hérna, hlusta ekki á sömu tónlist og það, geng ekki í sömu fötum og það og pæli ekki í sömu hlutum og það. En ég þekki samt nokkra einstaklinga sem eru á svipuðu róli og ég. En nóg um það. Lögreglan hér hefur verið að gera mig brjálaðann seinustu árin, hún er fljótfær, rannsakar eiginlega ekki málið heldur dæmir fyrst, spyr síðan spurninga og skiptir síðan oftast um skoðun. Og það tekur hana heila eilífð í þokkabót. ‘Saklaus uns sekt er sönnuð’ virðist engan veginn vera lögmál hennar.

Nú til dæmis, fyrr á þessu ári eða seint á seinasta, man það ekki, þá var ég og besti vinur minn heima hjá honum að horfa á Simpsons á spólu. Klukkan var orðin margt og við ákváðum að taka smá rölt, fá okkur einn öllara eða svo og fara svo bara að sofa. Við endum í hraðbankanum því það er skítakuldi úti. Við erum þar í svona 15 mínútur, alveg að verða búnir með bjórana okkar (ekki fullir, fyrsti bjórinn) og erum eiginlega alveg að fara heim. En viti menn, þá kemur löggan. Hún segir okkur að setjast uppí bílinn, no question asked. Við bara jæja ok og förum. Þeir fara með okkur niðrá stöð og segja okkur að einhver hafi séð okkur nóttina áður brjóta rúðu á bensínstöðinni, sem við gerðum ekki og við neitum að sjálfsögðu. Þeir ákveða þá að leita að fíkniefnum á okkur. Mér og vini mínum finnst þetta hálffyndið og sláum bara til, förum úr sokkunum og svona. Löggan ákveður meira að segja að taka batteríið úr ferðatölvunni minni sem ég var með í bakpoka og leita þar. Hann (löggan) skrifar svo niður serial númerið af tölvunni til að tjekka hvort hún hafi verið keypt á svörtu.
Svo, nokkrum tímum seinna þegar þeir átta sig á því að við erum blásaklausir verða þeir voðalega góðkunningjalegir, gefa okkur sígó og spjalla bara við okkur um daginn og lífið. Við fáum svo að fara, springum úr hlátri og fáum okkur annan bjór.

Svo var líka annað atvik sem skeðifyrir einhverjum árum. Ég og nokkrir kunningjar mínir höfðum verið að lana í bílskúr hjá einum félaganum jólin fyrir atvikið. Svo þegar sumrið fer að koma, þá er ég beðinn um að koma niðrá löggustöð og gefa skýrslu. Ég bara what? En fer samt. Og fæ svo að vita það, að við hefðum verið að reykja hass á þessu jólalani okkar. Nújæja segi ég og spyr hann hvaða sannanir hann hafi fyrir því. Nei, engar, honum fannst þetta ef til vill voðalega spennandi. Skemmtilegra en að tjekka hvort fólk væri í belti eða eitthvað.

Ég á mun fleiri dæmisögur til, en hef ákveðið að setja punktinn hér. Orðinn hálfþreyttur og finnst þessar tvær ágætar fyrir svefninn. Væri til í að sjá fleiri sögur sem þið hafið að geyma og ef til vill kem ég með fleiri einhvern tímann seinna.
indoubitably