Kárahnjúkar Já enn og aftur þetta Kárahnjúka dæmi…ég var að horfa á þetta Discovery áðan og sá þar hluta af umfjöllun um þessi mál…þar sem ég vann þarna í fyrra sumar og þekki fólk sem er þarna starfandi er þetta mál allskostar ekki ókunnugt mér…þannig að ekki er laust við að mér hafi stokkið bros á vör er ég hlustaði á umfjöllunina :)

Tilfinningar mínar til þessa máls eru svolítið blendnar vegna þess að ég bjó á svæðinu nálægt í nokkur ár, jú við erum að græða störf sem er nátturulega allt gott og blessað en er fórnin ekki soldið stór? hvað gerist svo þegar þessu framkvæmda brjálæði lýkur? störfin sem koma eru ekki það mörg og einnig krefjast hluti þeirra sérfræði kunnáttu… þenslan sem af þessu kemur er bara til skammstíma svo kemur að því að framkvæmdir klárast og allt gengur til baka hvað þá?

Einnig er soldið lúmskt gaman af því að ansi margir virðast halda að við séum frekar frumstæð og þurfandi þjóð t.d. varð þeim það á hjá Discovery að tala um að þetta væri allt til að anna gríðarlegum skorti hér á áli og rafmagni…greinilega hefur gleymst að segja þeim frá því að álið sé aðalega hugsað til útflutnings og af rafmagni eigum við nóg :) málið er að það er mjóg ódýrt að vinna ál hér akkurat vegna ódýrar og vistvænnar orku hér á landi :)

svo hefur nú gengið á ýmsu þarna uppi á hnjúkum varðandi aðbúnað starfsmanna og það sem manni þykir verst framkomu yfirmanna við “undirmenn” sýna, sem einkennist af miklum hroka oft á tíðum og flestir þeirra taka ráðleggingum sem móðgun og vita flest betur…ég gleymi allavega ekki því sem var sagt við mig þegar ég var að fara upp fyrst: “segjum sem svo að það springi dekk hjá þér og yfirmaður segir við þig að þú eigir að skipta um blöndung þá skaltu segja við hann að það sé bara sprungið og það þurfi bara að skipta um dekkið, en skipta samt um blöndungin einsog hann segir og síðan sína honum svart á hvítu að þetta hafi verið rangt hjá honum þetta er eina leiðin til að ná til sumra þeirra” mér fannst þetta frekar fáránlegt dæmi þá en mikið ósköp hvað ég skildi mannin þegar ég var búin að vera þarna mánuð.
svo man ég nú eftir einum svaka flottum sem ávalt keyrði bara fulla siglingu hvort sem var niðri í göngum eða ofan jarðar ég fæ ekki ennþá skilið hvernig hann komst hjá því að keyra einhvern niður þó oft hafi staðið tæpt…enda voru margir gangnastarfsmenn Impregilo bara í þessum bláu standard vinnu göllum án alls endurskyns…og ekki þýddi að tala við örrigiseftirlitsmann þeirra, sá maður var fínn inni á skrifstofu og hefði best verið geymdur þar kallangin enfa hafði hann svo alltof mikið að gera því hann var bara einn í starfi til að byrja með :) og svoleiðis eru margar sögurnar til fleiri en það er óþarfi að vera að hártoga þetta hér…
en þó fannst mér alveg skuggalegt hversu mikið þessir menn keyrðu eftir öllara aftur uppeftir enda ultu nú ófáir bílar á meðan ég var þarna, ekki skil ég alveg hvað löggan var að pæla bara setja með einn bíl rétt utan við bæjarmörkin og taka þá í tékk…en jæja nóg um það og lýk ég hér máli mínu og biðst forláts á öllum stafsetningarvillum sem kunna að finnast er ekkert svaka flinkur með kommurnar :)
S.s.S