Ég hef verið að spá í hvort ég sé sá eini sem er kominn með nóg af BT.

Nýjasta uppátæki þeirra, sem hefur alveg gengið fram af mér eru þessir SmS leikir.
Það kemur mér mikið á óvart að þetta sé ennþá í gangi þar sem ég hefði talið að foreldrar væru löngu búnir að ganga í málið vegna símreikninga hjá börnum sínum sem taka þátt, en þá er auðvitað málið að krökkunum er skammtað núna inneign og vita foreldrarnir þessvegna í raun ekkert hvað símreikningurinn fer í.

Til að útskýra venjulegan leik.

Einstaklingur sendir inn sms og borgar fyrir það tæpar 100 kr eða svo.
Textin hljóðar á þessa leið.

“Þú getur unnið Tölvu, Sjónvarp, leiki eða margt fleirra. 8 HVER VINNUR!”

Aðal málið þarna er “margt fleirra”
Það kæmi mér lítið á óvart ef krakki labbar þarna inn eftir 8 sms og 800 kr, með vinning og er rétt coke flösku.

Annað mál sem er heldur alvarlegra er það að þessir leikir geta lítið annað talist en happadrætti, þú kaupir í raun miða, vonast eftir vinning og ert svo heppinn eður ei.

Það er ekkert hægt að rífast um að þetta sé ekki happadrætti.

Aftur á móti skilst mér að með lögum meigi happadrætti ekki fara fram nema þau séu til styrktar einhverju málefni og er þá !eftirlit! með öllu.
Það sem BT er að gera þarna er að starta “sms leik” sem fellur víst ekki undir happadrætti.

Við vorum með nokkur fréttablöð og bt bæklinga niðrí vinnu og vorum að spá í þessum leikjum, renndum aftur í tíman og kíktum á fleirri leiki og fannst þetta fullmikið af hinu góða.

Faðir minn sem er ekki týpan til að sitja á rassgatinu við svona hlutum hringdi í þau samtök sem sjá um happadrættinn (dottið útúr mér hvert hann hringdi) og fékk þau svör að það hefði bara ekkert verið spáð í þessu vegna þess að þetta væri “sms leikur” og svo var honum bara bent á að hringja á næsta stað án þess að sú persóna nennti að gera neitt.

Seinasti leikur BT hljóðaði svona.

1. 99 Kr til að senda sms, 10 hver vinnur.
2. Þú sendir sms og færð spurningu senda til baka.
3. Þú sendir svo a, b eða c sem svar, allt fer í pott og þú gætir unnið.

Vinningar voru bíómiði, tölva og eitthvað fleirra.

Glöggir lesendur taka þarna eftir að sms kostnaðurinn er þegar kominn upp í 200 krónur nema þeir rukki ekki fyrir seinna smsið.

Ekkert er minnst á hvað spurningin er um.

10 hver af þeim sem svarar rétt vinnur

Segjum að helmingurinn sem sendi inn sms komist í þennan pott.
Þá er líklegast 400 á haus til að komast í pottinn.
10 x 400 þá er það 4000 fyrir hvert nafn sem vinnur og er meirihluti vinninga örugglega bíómiði sem er prúttaður niður í 500 kall af bt eða jafnvel frítt, hver veit.

Svo “held” ég að það sé ekki sála til að fylgjast með því að þeir séu að stunda þetta án hagræðinga á vinningum.

Þeir eru þarna á miða á yngsta aldursflokkinn í einhverri helvítis svikamyllu og finnst mér bara ótrúlegt að foreldrar séu ekki löngu búnir að gera allt brjálað útaf þessu rugli.

Jæja ég ætla hætta rausa, endilega segið ykkar álit á þessu og endilega segið mér ef það er eitthvað í þessu öllu sem ég veit ekki af.


(Ps, stafsetning er ekki mín besta hlið ;)
Ebeneser