Var á heimasíðu uf.is áðan. Sá þar síðu um Ernesto Guevara de la Serna eða Che Guevara og hvernig hann var í raun morðingi. Meðal annars smá klausu um það hvernig maðurinn á að hafa sent alnæmissjúklinga (sem greindust fyrst með vissu 1982) í fangabúðir löngu eftir að hann var tekinn af lífi (1967).
Ég fæ svona smá hnút í magann þegar ég skoða þessa síðu. Anarkístískur áróður undir sósíalískum auglýsingum sem boða UBER-frjálshyggju. Alltaf finnst mér leiðinlegar svona síður sem boða stefnur og hugsunargang án þess að hafa gestabók á síðunni fyrir andófsmenn, eins og mig :Þ, að mótmæla. Hálfgerð hitler-jugend bragur á þessari síðu.
Nú eiga eflaust margir eftir að móðgast og senda mér flamberingu a la Siggi Hall. Þá það, velkomin, komið skoðunum á framfæri þar sem aðrir geta svo svarað á móti.

Aðeins líka komment á síðuna um Guevara. Það er nokkuð til í því að hann er orðinn einhverskonar pólitískt tákn nútíma-hippana,sem virðast ekki allveg skilja hvað málið snérist um. Þetta var rótækur byltingarsinni, sem þoldi ekki að aðrir hefðu aðrar skoðanir en hans. Hann sveifst einskis á að koma byltingu af stað og var hér áður fyrr tákn rótækra byltingarsinna undir flaggi marxista.
Að bera merki hans þýddi að svífast einskis, ekki eins og í dag þegar 10 ára peyjar ganga með mynd af honum á bringunni og sleikja sleikipinna.

Nóg í bili, Schistosomiais
Schistosomiasis