Halló. Datt í hug 4 smá atriði í sambandi við þessa vitleysu alla :)

1. Hefur löggan ekkert betra að gera en að eltast við fólk með ólöglegt efni á tölvunum sínum meðan æska landsins liggur úti á túni í dópvímu (sölumenn dauðans) rammskökk af keðjuhassreykingum og rauðnefjuð af límsniffi? er ekki skárra að leyfa þessum tölvunördum að senda efni sín á milli og hafa áhyggjur af einhverju öðru.

2. Og hvernig væri að mæta heim til allra starfsmanna sem tengjast SMÁÍS og skoða tölvurnar hjá þeim og athuga hvort þeir eigi ekki videotæki (VCR) og hafi með þeim tekið upp þætti úr sjónvarpi og lánað svo vinum og kunningjum (sem er ólöglegt líka) og jafnvel athuga hvort allir dvd diskarnir þeirra séu löglega keyptir af viðurkenndum endursöluaðilum.

3. Borga þessi fyrirtæki sem standa að SMÁÍS stefgjöld af þeim lögum sem þau nota í auglýsingar sínar (erlend sérstaklega)? Ég leyfi mér að efast um það

4. Hversu margir hafa tilkynnt lögreglunni um að geisladiskum hafi verið stolið úr bíl þeirra og lögreglan ekki fundið neitt??????? Eru það kannski fleiri diskar en fólk er að shera á dc á íslandi? Og hversu margir hafa sleppt því að tilkynna það? Og getur einhver sagt til um að viðkomandi hafi ekki einhverntíma átt upprunalega diskinn sem hann á nú skrifaðann eða á tölvutæku formi?????

Þegar stórt er spurt….veit enginn neitt.