Á annrri opnu í Fréttablaðinu er stór mynd af launaseðli kennara þar sem allt er tekið fyrir hvað aumingja kennarinn sem er með 3 ára háskólamenntun að baki er með lítil laun.
Það vekur samt sem áður athygli að þetta er launaseðill sem kemur í ágúst, semsagt laun fyrir júlí. Skólinn er semsagt tómur, engir nemendur. Maður hugsar með sér, eru þetta ekki ágæt laun þegar er ekki nein kennsla?

Síðan virðist vera voðalega mikilvægt í svonalöguðu að það sé tekið fram hvað mörg ár eru að baki í háskóla. Nú er ljósmóðir með 6 ár í háskóla og það eru voðlega svipuð laun hjá þeim sem eru að byrja vinna sem ljósmæður eða kennari.


Í lokin vil ég taka það fram að ég hef ekkert á móti því að kennara séu með almennileg laun, en mér finnst að þeir ættu að geta komið með almennilega auglýsingu og staðreyndir fyrir sig, einn launaseðill segir ekki hálfa söguna.