Langar aðeins að tala um garðvinnu.

Ég hef verið svo heppinn að foreldrar mínir huguðu aldrei að garðinum sínum.
Fjölskyldur flestra kunningja minna eiga garð.
Það er oft mikið vandamál að hanga með þeim á sumrin því þeir þurfa að vera að hjálpa til í garðinum, slá og rífa upp arfa, sá áburði og einhverju álíka helvítis kjaftæði.

Þetta eldist ekki af þeim, því foreldrar þeirra verða eldri og eldri og veikari og veikari og þurfa meiri hjálp eftir hvert sumar sem líður.

Hvað er í fjandanum er að fólki?
Garður er ÁHUGAMÁL! ég er ekki að troða foreldrum mínum inn í littlar kompur með mér og mínum kunningjum og láta þau spila blóðuga skotleiki, ég tek ekki mömmu með mér upp í fjall og læt hana moka fyrir mig stökkpall fyrir snjóbrettið mitt og NEI, ég byð hana ALDREI um að skipta um olíu á vélsleðanum mínum.

GAMALMENNI SEM LESA ÞESSA GREIN ATHUGIÐ
Garðurinn er YKKAR áhugamál, plís ekki gera krökkunum ykkar það að láta þau í GARÐVINNU bara vegna þess að þetta er ykkur áhugamál og þið hafið ekki nægilegan tíma til að sinna því sjálf.