Fordómar geta komið upp út af mörgum hlutum. Til dæmis húðlit, trúarbrögðum, þjóðerni og fjárhag.

Fólk hefur oft eitthvað á móti þeim sem eru öðruvísi en þeir sjálfir, og þetta óþol getur jafnvel þróast út í hatur.

Fordómar hafa sjálfsagt alltaf verið til staðar, en það gerir þá ekki hættuminni. Því fordómar eru stórhættulegur hlutur sem getur leitt til dauða og eyðileggingar.

Sjáum sem dæmi aðra heimstyrjöldina. Þær hörmungar sem áttu sér stað í fangabúðum nasista voru allt afleiðingar fordóma, hvort sem að gyðingar, sígaunar eða geðsjúkir voru fórnarlömbin.

Okkur hryllir við þessu, en við erum ekkert betri. Að vísu ekki eins stórtæk og hann Hitler gamli, en við höfum flest einhverja fordóma til að takast á við.

Fáfræði er yfirleitt orsök þessara fordóma, og menn eiga til að setja t.d. alla múslima undir sama hatt, líka svertingja eða kannski Bandaríkjamenn.

Oft myndar fólk skoðanir útfrá einhverjum fréttum af minnihlutahóp sem er meira áberandi en hinir. Það er t.d. þannig með fordóma gagnvart unglingum, minnihlutinn er mest áberandi fyrir þá sem ekki þekkja til unglinga persónulga og margir dæma útfrá honum. Halda kannski að allir unglingar séu ókurteisir eða að allir unglingar liggi inni í tölvuleikjum allan daginn, sem er að sjálfsögðu vitleysa.

En við skulum heldur ekki gleyma að einhverjir hafa sjálfsagt fordóma á móti okkur. Ef einhver kæmi og segði að allar íslenskar konur væru hórur myndum við bregðast við og þagga niður í viðkomandi með rökum og staðreyndum um að það sé svo sannarlega ekki satt.

Eins er hægt að sanna að múslimar eru ekki allir hryðjuverkamenn og konuhatarar, svertingjar eru ekki allir glæpamenn, Bandaríkjamenn eru ekki allir öfgasinnaðir, ljóshærðar konur eru ekki allar heimskar og svona má lengi telja.

Ég tel að vandamálið liggi hjá þeim fordómafulla, ekki þeim hópum sem mæta fordómum. Það hefur sýnt sig að mannskepnan er oft fljót að dæma eitthvað sem hún þekkir ekki, það sem er öðruvísi eða hefur það kannski betra en sá hópur sem hún “tilheyrir”.

Ég hef tekið eftir því að sumt fólk á Íslandi er hrætt við að innflytjendur muni eyðileggja þessa “hreinu” íslensku þjóð, með útlendu blóði og útliti. Nú ætla ég að leyfa mér að koma skoðun minni að, en þvílíkt bull! Það verður aldrei svona, ég meina, ekki eru allir bandaríkjamenn “kynblendingar” núna, mörgum árum eftir að innflutningur á þrælum hófst til Ameríku. Ekki að það sé neitt slæmt að við blöndumst öðrum þjóðum.

Ef þú heldur að þú hafir enga fordóma, hugsaðu þig um – Myndi þér finnast það í lagi ef að barnið þitt ætlaði að giftast svörtum eintakling? Ekki ljúga að sjálfum þér, því ég þarf líka að hugsa aðeins um þetta. Vill maður að barnabörnin sín verði svört? Þetta eru fordómar. Ég viðurkenni að ég er fordómafull, en ég er samt viss um að ég myndi styðja dóttur mína/son minn í þessari ákvörðun eftir að hafa hugsað aðeins um þetta. En aldrei myndi ég leifa mér að segja henni/honum frá þessum hugsunum mínum, því þær eru að mínu matu eitthvað sem maður á að skammast sín fyrir.

Ég tel að flestir séu fordómafullir undir niðri, en maður er ekki með alvöru fordóma fyrr en gerðir manns og orð litast af því.
Sannleikurinn er sá, að besta fólk finnst allstaðar, sama hvar þú ert í heiminum, hvernig sem það er á litinn, og sama hvaða trú það aðhyllist. Hættum þessu helvítis fordómakjaftæði, og tökum á móti nýbúum sem setjast að hér á landi eins og við viljum að tekið sé á móti okkur í öðrum löndum.

Það getur verið að þessa grein sé ekki sú besta en ég vona að pointið komi fram.