Þegar ég var lítil þá var ég misnotuð og svo seinna þegar ég var um fjórtán var mér, nauðgað þannig að ég veit alveg hvað ég er að tala um.
Þessir hlutir plús reyndar fleiri slæmir hlutir í mínu lífi hafa gjörsamlega rústað mér! Ég lifi ekki eðlilegu lífi, ég er stelsjúk, ég hætti ekki þótt þetta hafi komist upp og sjálfri finnst mér rangt að stela, ég helst ekki í vinnu né skóla og ég hef margoft reynt að svipta mig lífi.
Þess vegna verð ég mjög reið þegar ég heyri í fréttum um menn sem hafa verið sýknaðirn af því það var orð á móti orði, eða hafa fengið smá sekt og skilorðsbundinn dóm.
Mér finnst þetta gefa í það í skyn að ef maður geri þetta, þá sé það nánast allt í lagi. Mér finnst misnotkun/nauðgun jafngilda næstum morði, því þetta drepur framtíð manns… maður lifir ekki eðlilega eftir svona atburði.
Mér finnst að það ætti bæði að þyngja refsingar og taka aðeins meira mark á fólki sem kemur fram með svona ásakanir. Litlar/ir stelpur/strákar hafa enga ástæðu til að ljúga svona upp á einhver sem er kannski bróðir/frændi/pabbi þeirra.
Ég verð að segja fyrir mig að ég er búin að missa alla trú á réttarkerfinu, ef mér yrði nauðgað aftur er ég ekki viss um að ég mundi kæra.
Just ask yourself: WWCD!