Segir í frétt mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1102406


Mér finnst þetta áhugavert.

Þetta er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir kennara að börnin hafi ekkert við tímann að gera og séu í raun byrði á foreldra, því þá kemur meiri pressa á yfirvöld um að leysa deilunu.

Þannig mætti halda því fram að þetta er verkfallsbrot, og get ég skilið afhverju KÍ vill þetta ekki.

Hinsvegar tel ég að það séu tvö réttindamál að slást þarna, verkfallsréttur og sjálfsögð mannréttindi.

Ég myndi nú segja að það væru sjálfsögð mannréttindi að foreldrar barnanna ráði því hvað börnin geri, það séu grundvallarmannréttindi að ala upp börnin sín á þann hátt sem foreldrar kjósa, og EKKERT ætti að geta tekið þann rétt af fólki.

Því finnst mér þessi ályktun KÍ vera móðgun við foreldrana í landinu, þeir eru í raun að segja að það séu kennarar sem hafi óskoraðann rétt á tíma barnanna, og þar sem þeir séu að fara í verkfall þá skuli börnin bara sitja heima og gera helst ekki neitt.
Auk þess ætti að vera sjálfsögð mannréttindi að fá að hreyfa sig og leika sér.


Mér líst bara vel á það sem Íslandsbanki og Sjóvá eru að gera, koma upp einhverri aðstöðu þar sem foreldrar geti haft börnin sín á meðan þessu verkfalli stendur.

Afhverju geta þessir kennarar bara ekki farið í verkfall yfir sumartímann?? Nægur verkfallstími þá, og þá bitnar það ekki á krökkum og vinnandi foreldrum!

Ekki get ég séð að kennarar fái mikla samúð frá mér vegna þessa verkfalls ef þeir kjósa að haga sér svona.