Já, Grapevine er mjög gott og áhugavert blað, það mætti jafnvel vera skrifað á Íslensku líka, svo gott er það. Þeir hafa oft reynt að hrista upp í hlutunum og upp að vissu leyti kannski tekist það stundum. Allaveganna tókst þeim að skelfa nokkra Íslenska nasista með því að klæða svertingja í þjóðbúning.
(Og reyndar helling af gömlu fólki og þar á meðal ömmu mína)

Bara rétt áðan las ég grein þar sem viðtal var tekið við Íslenska hermenn í Afganistan. Reyndar hafði ég áður séð fjallað um þá í DV. (Sem er umtalsvert óvandaðra blað). En það er ekki beinlínis hægt að segja að þetta hafi verið hávært í Íslenskum fjölmiðlum.

Mér líður illa yfir þessu. Þetta eru ekki Íslendingar í erlendum herjum, þetta er Íslensk herdeild, með Íslenska fánann á búningunum og þeir eru með yfirumsjón yfir flugvellinum í Kabúl. Ég skil ekki afhverju það er ekki búinn að fara meiri umræða um þetta.

En hvað finnst ykkur. Er ykkur sama? Er þetta í lagi? Eruð þið ánægð með þetta? Vissuð þið af þessu?

Hvað finnst fólki?