Ég er bara nýkomin með bílpróf, fyrir rúmum mánuði fékk ég prófið. Ég er í skóla í bænum en bý í Reykjanesbæ og keyri þá alltaf á milli. Þegar ég er að keyra á morgnanna í Reykjavík er oft mikil traffík eins og við má búast en hér kemur eitt sem böggar mig svolítið. Hvar finna ökumenn þá þörf að þurfa gefa öðrum ökumönnum puttann ef eitthvað fer aðeins úrskeiðis???

Ég hef lent í þessu tvisvar á síðustu dögum að mér er bara gefinn fingurinn ef ég er eitthvað sein að beygja eða eitthvað álíka. Það er eins og fólk verði alveg afskaplega hneykslað og pirrað og flautar bara á mann eins og vitleysingar og veifa fokkjú puttanum í rúðuna. Og þá er ég ekki að tala um einhverja töffara á svaka köggum heldur bara venjulegt fólk, gamlar kellingar, kallar á jebbum og svo framvegis. Það er svakalegt hvað fólk er dónalegt í umferðinni… eða er það svona bara við mig?

Ég hef nú aldrei verið ein í bíl þegar þetta gerist og voru farþegarnir, vinir mínir einnig mjög hissa á þessum viðbrögðum, þegar ungur ökumaður gerir smávægileg mistök sem sökuðu ekki.

Nú vil ég fá ykkar álit á þessu. Hafið þið oft gefið fingurinn í umferðinni eða hafið þið sjálf fengið puttann í andlitið?

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst ekkert allt í lagi að fólk sé að flauta á mann og fokka mann og hvaðeina. Ég hef nú ekkert lent í þessu í miklum mæli, en hef þó lent í þessu. Andskotinn sjálfur.

Endilega komið með einhver svör.