Mér datt í hug að skamma íslensku þjóðina svolítið þegar ég sá einhvern skrifa um það að hann mundi neiðast til að fara að drekka vatn ef að fanta og kók bragðinu yrði breitt. Vatn er frábær drykkur, hann er laus við ógeðslega sykur bragðið, lyktar ekki illa, er ekki áfengur, OG það er sannað að ef maður drekkur helmingi meira vatn en Íslendingar gera, þá eru mun minni líkur á að maður fái alvarlegri sjúkdóma eins og krabbamein.
Það vill svo til að ég á heima í Belgíu þar sem fólk borgar pening fyrir vatn. Það þarf svo að bera það heim sem er rosalegt vesen þegar maður hugsar um alla vatsneysluna sína. Svo þegar ég kem til íslands í heimsókn, og byð um íslenskt vatn í bíói gefur konan mér glas og segir mér að fara á klósettið!! Fáránlegt! Þetta er náttúrlega af því að það pantar sér engin vatn í bíói. En af hverju er það svona fáránlegt?
Meiri virðingu fyrir vatni frá Íslendingum! Það er ókeypis, gott og hressandi. Það þarf ekki þetta fjandans gos í öll mál.