Eftir að hafa fylgst með þessari umræðu hérna um launamál þingmanna þá ákvað ég að koma með tillögu. Það er menntakerfið sem þarf að laga. Eins og margir hafa sagt þá eru launin fyrir þá allt of lág. Xavier deilir þó á móti hækkun þar sem það muni hafa áhrif á þjóðfélagið og það ekki til góðs. Persónulega finnst mér menntun vera alltaf til góðs, hvernig sem litið er á það.

Alla vega. Mína tillögur hljóma svona:
Einkavæða skólakerfið en hafa ríkið samt í málunum. Ríkið myndi borga ennþá í skólana en minnka útgjöldin. Þar sem skólarnir yrðu einkareknir þá myndi skólagjaldið hækka. Skólagjöldin og framlag ríkisstjórnar yrði lagður til að gera laun kennara mannsæmandi. Nú segir fólk aftur á móti “Hvað með þá sem geta ekki borgað skólagjöldin? Verða þeir bara skítugir verkamenn? Fá þeir enga menntun?” Mitt svar: Ekki allir skólarnir yrðu einkareknir. Nokkrir sérvalnir skólar, helst þeir sem hafa góða staðsetningu, myndu halda áfram að vera ríkisreknir og þar afleiðandi með lægri laun, en samt væri hægt að hækka launin um einhver prósent. Sérstaklega þar sem ríkið myndi ekki borga eins mikið í alla hina skólana. Önnur mótmæli:“Afhverju ætti einhver að fara þangað að vinna ef þeir geta fengið hærri laun í einkareknum skólum?”. Svar: þeir sem klára kennaranám og ætla í kennarastöðu þurfa að taka 2 til 3 ár, jafnvel lengur, við að vinna hjá ríkisreknum skóla. Þetta er í raun það sama og gert er á heilsugæslustöðvum hér. Með þessu yrði kennarastaðan miklu betri, þeas betri laun og fleiri eiga eftir að vilja taka þann veg og samt myndi vera til ríkisreknir skólar fyrir fjölskyldur sem eiga ekki eins mikið milli handana.

Þetta er einungis ein lausn á kerfinu sem er orðið svo sjúkt hjá okkur. Þetta er ekki endanlegt dæmi og þetta er ekki að fara gerast þannig að fólk þarf ekki að panica :)

Endilega rökræða um kosti eða galla á þessari tillögu. Hvað má gera betur og svoleiðis.

Og Xavier, mér finnst eins og þú ætlir að gerast pólitíkus fyrst að þú berst svona hart fyrir launum þingmanna :) (paranoia, paranoia, everybody is coming to get me)
[------------------------------------]