Nýtt og „betra" Fanta (Ég ætlaði að vera löngu búinn að tjá mig um þetta mál, hef bara ekki fundið tíma til þess!(og svo tjáði ég mig en greinin lenti á CM!))

Coca cola kompaníið hefur ákveðið að breyta mínum uppáhalds drykk, Fanta, og gera í staðinn viðbjóðslegan drykk sem þeir leyfa
sér að kalla „betri\“ en hið gamla Fanta, en hafa í rauninni bara losað sig við Fanta og búið til nýjan drykk sem þeir selja
undir merkjum Fanta. Þessi nýji drykkur kemst ekki með tærnar þar sem Fanta hafði fótsporin, þessi sori er vægast sagt ógeðslegur.

Ég keypti hinn nýja drykk með opnum hug, hélt e.t.v. að þetta væri bara gamla góða Fantað í nýjum umbúðum, en nei, þetta er, eins
og einn vinur minn orðaði það: „eins og þriggja ára gamalt appelsín sem hefur staðið í sól allan tímann. Fanta var minn uppáhalds drykkur og nú er ég eyðilagður maður í hvert skipti sem ég fer útí sjoppu því allsstaðar blasir við mér nýtt og „betra\”
Fanta. Það kemur þó fyrir að maður rekst á sjoppur sem enn eiga gamla Fantað og þá grípur maður að sjálfsögðu tækifærið og fær sér alvöru Fanta.

Enn sem komið er veit ég aðeins um einn mann sem finnst nýja Fantað betra, allir aðrir sem ég þekki finnst þetta vera viðbjóður,
meira að segja starfsfólk sem ég hef talað við á Dominoz og McDonalds eru sammála mér þegar ég hef beðið um kók eftir að þau hafa sagt mér að Fantað þeirra sé nýtt.


Ég var svona að velta því fyrir mér, hvort að það sé stefna Coca Cola að allir í heiminum skuli fá vont Fanta, fyrst að það geta ekki öll lönd búið til gott Fanta, ég hef nefnilega smakkað Fanta í 4 löndum og það er hvergi eins gott, eða VAR hvergi eins gott og á Íslandi.

Ég skora eindregið á Vífilfell að hundsa Coca Cola kompaníið og halda sig við gamla góða Fantað, til að koma í veg fyrir allt vesen
er bara hægt að selja gamalt Fanta í nýju umbúðunum.

Ps. En ef Vífilfell ætlar að gefa hið gamla Fanta uppá bátinn, þá mega þeir alveg gefa mér uppskriftina af því!
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _