Verandi eins afturábak og ég er þá kemst ég ekki hjá því að hugsa illa til allra þeirra útlendinga sem starfa hérna á vestfjörðum í dag. Maður gengur ekki inn í fiskvinnslufyrirtæki i dag og finnur ensku mælandi mann, hvað þá íslensku mælandi…<p>
Samt þá hugsar maður um hversu mikill munur það er að fara á þessa vinnustaði og sjá vinnandi fólk… Þó það sé ekki Íslenskt…<br>
Það er leiðinleg staðreynd að það fæst ekki starfsfólk í þessi fyrirtæki hérna heima… En það er eðall að það sé samt hægt að manna störf hérna, því ekki nennum við þessu er það?<p>
Um daginn þá varð ég vitni af áhugaverðum umræðum á “irc”… <br>
Menn sem kalla sig “þjóðernissinna” voru að reyna að styðja sín rök um innflytjendur… <br>
rök þeirra snúast að mestu um öfga…. Þeir vilja viðhalda hvítum kynstofn og halda því fram að hvíti kynstofninn sé æðri og betri en aðrir kynstofnar. (einkum var minnst á hversu dullegir hvítir menn hafa verið sem innflytjendur)<p>
Getur það verið satt? Hafa þessir menn fylgst með mannkynsögu síðustu ára? :)<p>
Hinn fullkomni hvíti kynstofn hefur sannað sig hvað eftir annað sem “góðir innflytjendur”<br>
Þeir stóðu sig ekkert smá vel þegar þeir fluttu til Ameríku til dæmis… Tröðkuðu ekki á neinum þá…<br>
Fáir geta kvartað yfir “hvítum” innfluttum gyðingum í palestínu er það? og enn færri geta kvartað yfir “innflytjendum” í Suður Afríku sem voru ekki eins á litinn og innfæddir… Kannast einhver við orð eins og “NO COLORED ALLOWED”… Þetta var ekki bara í Ameríku…<br>
Og að lokum þá má ekki gleyma þeim mannúðlegu aðstæðum sem ollu því að ástralía varð ljósari á hörund en eðlilegt gat talist… :)<p>
Hefur einhver heyrt orðið “Þjóðernishreinsun”?<br>
það er orð sem við ættum frekar að hafa áhyggjur af, frekar en að hlusta á rökleysur þjóðernissinna sem hafa hvorki migið í saltan sjó, né reynt að útskýra fyrir nauðsynlegum pólverjum hvurn fjandan það þýðir :)