Jæja núna er allt að fara til fjandans. Bandaríkja menn eru með þróaða njósnaflugvél fljúgandi við strendur kína og kínverjar senda 2 orrustuþotur á hana sem endar með árekstri. Ég held að það sé mikilvægt að trúa ekki öllu sem kemur í fréttum, því það sem við segjum frá er það sem ABC NBC of fleiri vestrænar stöðvar segja frá, og þó að þetta sér örugglega báðum hliðum að kenna megum við ekki ganga út frá því að bandaríkjamenn séu alsaklausir.

Það verður t.d. að hafa í huga að þó að þetta hafi verið Alþjóðlegt flugsvæði, þá er það vel vitað að kína hefur aldrei samþykkt þetta sem alþjóðlegt flugsvæði og telur þetta svæði, sem flugvélin var á, vera sitt flughelgi. Og þetta vita Bandaríkjamenn alveg, þannig það er í raun viss ögrun í því að senda vel búna njósnaflugvél inn á þetta svæði þó að það sé “tæknilega” löglegt þá eru kínverjar með sínar eigin hugmyndir. Svo má hins vegar líka benda á það að það þykir ótrúlegt að þessi stóra fyrirferðamikla flugvél skuli hafa haft möguleika á því að klessa viljandi á litlar hraðskreiðar og liprar orrustuþotur, líklegra er þá að þoturnar hafi klesst viljandi á njósnavélina. En það er ekki hægt að gera ráð fyrir neinu, kannski voru orrustumennirnir búnir að hóta öllu illu og endað með því að klessa á flugvélina.

Ég hvet fólk til að kynna sér málið frá fleiri en einni hlið og komast að eigin niðurstöðu, ekki bara hlusta á fréttirnir og hugsa “ahh þessir kínadjöflar eru að halda þeim föngum!”. Ég get alveg lofað ykkur að ef þessu væri öfugt farið og að kínversk njósnaflugvél myndi nauðlenda í Bandaríkjunum myndu þeir heimta útskýrinar og ekki sleppa neinum.