Það eru nú komin allnokkur ár síðan ég kláraði framhaldsskólann þannig að vel getur verið að mér sé farið að förlast minnið í “ellinni”, en á ekki púlsinn á því sem er “heitt” hverju sinni að vera hvað örastur í framhaldsskólunum? Ég er fyrir löngu farinn að efast um það miðað við allt eitís-menningaráreitið í umhverfi þeirra núumstundir. Þetta 1984-kombakk er nú búið að fá að rúlla í allskuggalega mörg ár ekki satt? Ég fór í nokkur eitís-þemapartí upp úr miðjum 10. áratugnum og hef sjaldan skemmt mér betur en á því nostalgíutrippi. Bíómyndin The Wedding singer kom síðan ´97 - ´98 og eitís-kombakkið náði þá hámarki en er ekki komið fullmikið af þessu árið 2001? Eðli kombakka er að þau lifa takmarkaðan tíma (sbr. hippa-kombakkið frá fyrri hluta 10. áratugar). Það að hía á lakkrísbindin og don cano-gallana er orðinn verulega þreyttur brandari. Jafnólíkar hljómsveitir og Kiss, Greifarnir, Culture Club o.fl. hafa mjólkað kombakkið óhóflega og orðið hvimleiðar. Ekki misskilja mig samt. Tímabilið 1980 - 1985 er snilldarpopptímabil og lifir vonandi að eilífu og ungu krakkarnir í dag sem voru bleiubörn þá eiga að fá að kynnast þessu, en dísus kræst! Af hverju þarf að mjólka allt til helvítis?

Er ekki löngu komin tími á alvöru late-eighties-kombakk? Þá á ég við eftirfarandi “vafasöm” kennileiti: “Richard Marx-Bros-Right on Time-Broadway-Myndrokk á Stöð 2-Pump up the volume-Americanos með Holly Johnson-Pepsipopp með grískættuðu Banine stelpunni-Casablanca-Dont be cruel með Bobby Brown-Like a prayer o.s.frv.” Ég veit að flest af þessu er drasl, “glæsileiki” þessa óskilgreinda tímabils er ekki nærri eins mikill, en allt á rétt á kombakki. Eða hvað?

P.s. Ég væri ekki að röfla yfir þessu ef Versló og fleiri skólar hefðu vit á því að halda þessari þreyttu menningu INNAN SKÓLANS, en ekki kaffæra alla fjölmiðla með þessu. Mér gæti ekki staðið meira á sama þótt Jón Ólafsson er orðinn áskrifandi að tónlistarstjórn árshátíðar Versló og að miðbæjarsnobbrottan Hallgrímur Helgason sé farinn að hórast fyrir dekurkrakkana úr Garðabænum. Og hana nú!