Ég vil byrja þessa grein á að minna fólk á að ég er alls ekki að alhæfa. Og það er óþarfi að skjóta inn að það sé erfitt að vera kona, það vitum við vel.

Ég tel að karlmenn eigi undir högg að sækja í hinum vestræna heimi í dag, kannski er það bara gott, en af hvaða leiti er kannski spurt? Ja, við til að byrja með erum uppfullir af hormónum og hvötum sem við þurfum að bæla á hverjum einasta degi. Árásarhvöt, kynhvöt o.s.f.r.v. Við erum víraðir til að vera veiðimenn, sjá fyrir fjölskyldum okkar, en í dag er það orðið þannig að við förum út í búð og kaupum allt sem okkur vantar, bara fyrir 20 árum var það svo sem allt í lagi því að við gátum alla vega stært okkur á því að við komum heim með launaseðilinn við s.s. vorum úti að vinna fyrir mat handa fjölskylduni, en nú eru konurnar líka að koma heim með launaseðil. Við þurfum að vera “Góðir” í rúmminu, viðkvæmir, skaplausir, taka þátt í að halda heimilinu hreinu, fara í feðraorlof, vera sterkir, vera vel snyrtir, með góða húð, hætta að skoða alsberar konur, alltaf brúnir, vel stæltir og eiga mikin pening!

En þetta er allt í lagi því það er þá bara fundið upp nýtt orð. Karlmenn eiga að verða METROSEXUAL. En það að vera Metrosexual þýðir
samkvæmt www.male101.com m.a.;

Nútíma karlmaður sem sýnir sínar, það sem venjulega eru kallaðar, kvennlegu hliðar óhræddur.
Karlmaður sem lítur út fyrir og hagar sér eins og hommi, en er það ekki. (Hommarnir hljóta að verða alveg ruglaðir)

Mér skilst reyndar að það þurfi eitthvað meira til, en þarna hafið þið það. En ef að þú vilt komast að því hvort þú sért Metró geturðu tekið próf hér.http://www.fuali.com/test.aspx?id=113

Það geta svo sem verið margar skýringar á þessari þróunn, sem gætu verið t.d. að skilnaðir hafa aukist til muna á undaförnum árum þannig að strákarnir eru aldir upp að miklu eða öllu leiti af mæðrunum, ég ætla að skjóta á að 80% starfsmanna leikskóla og skóla séu konur, þannig að strákar læra aldrei þessi klassísku karlagildi. Þetta gæti m.a. verið afleiðinginn http://news.bbc.co.uk/1/hi/health/1305255.stm. Ástandið er svona á Íslandi líka.Nýjustu upplýsingar eru fyrir árið 2000, en það ár frömdu 51 einstaklingur sjálfsvíg hér á landi. Af þeim eru 43 karlar (84%) en konur voru 8 (16%). Meðalaldur karlanna er 34 ár en kvennanna 43 ár. Erum við karlmenn í tilvistarkreppu?
Kveðja Ikeaboy69
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman