Hvað er málið með auglýsingar hér á Íslandi. Við bönnum myndir í sífellu sem að eru ekki mikið ógeðslegar en það eru engin bönn við auglýsingum.
Ég er fremur viðkvæm manneskja og fer ekki oft á bannaðar myndir og svoleiðis. En mér bauð algjörlega við þegar ég sá einhvað ógeðslegt líffæri úr reykingarmanni kreist í auglýsingu.
Ég slökkti oftast á sjónvarpinu þegar þessi auglýsing kom eða leit undan og vonaði helst að ég væri laus við hana með þessu móti. En nei. Næst þegar ég fór í sund var búið að stilla upp stóru plaggati þar af heila sem var skorinn í tvennt.
Nú spyr ég ykkur bara: Finnst ykkur þetta sanngjarnt?
Myndir eru bannaðar þegar ógeðsleg atriði koma í þáttum kemur þetta atriði gæti vakið óhuga barna og annara viðkvæmra sála og ég hef meira að segja rekist á teiknimyndablöð sem að eru bönnuð innan einhvers ákveðins aldurs. En auglýsingar eru aldrei bannaðar sama hversu viðbjóðslegar þær eru.
Er þetta réttlæti? Mér finnst allavegana að það ætti að koma á undan þessum auglýsingum að þessar auglýsingar gætu vakið óhug og það ætti ekki að hengja svona hluti upp á almenningsstöðum.
Afsakið varðandi titilinn en ég ákvað einfaldlega að láta þetta heyta það sem ég hugsaði fyrst þegar ég sá þessa auglýsingu : rosalega er þetta sick auglýsing.
Ég þakka fyrir mig.