Kona sem ég þekki sagði um daginn; Mér finnst orðið svo mikið af “pakki” hérna ! Það sem olli þessu var að heyra smástelpur tilkynna vinkonum sýnum að hún þurfti að fara að skíta ! það er víst orðin klisja að tala um óuppalin ungmenni, en ég held að það sé staðreynd og ég held líka að ég sé ekki einn um þá skoðun. En það eru ekki bara krakkarnir því þau læra af hinum fullorðnu.

Mér finnst furðulegt hvað gróft og óvandað mál er að verða almennt hér, t.d. að tala um að “éta”, ég vandist við og kann betur við orðið að “borða”. Svo er verið af finna meira “töff” lýsingarorð yfir ýmsa hluti eins og að biðja konu, eins og “ að fara á skeljarnar” ! Og svo er allt hitt eins og að fá sér að ríða ofl. Af hverju þarf að gera allt gróft ?

Annars er aðal ástæðan fyrir þessari grein atvinnumálin hér á landi sem eru mjög undarleg. Það er viðvarandi atvinnuleysi en samt vantar fólk í vinnu, t.d. á Suðurnesjum þar sem er mikið vælt yfir uppsögnum hjá Varnaliðinu. Á sama hátt er verið að væla yfir atvinnuleysi á hinum og þessum stöðum á landsbyggðinni meðan vantar fólk fyrir Austan, en enginn vill hreyfa á sér rassin fyrir vinnu. Í gósenlandinu (fyrir suma) í USA fer fólk án umhugsunar stranda á milli fyrir vinnu, en ekki á Íslandi, hér má það ekki vera meira en 10 mín. akstur, það þarf auðivtað að gera ráð fyrir að vera seint í vinnuna !

Það er ekki nema von að vinuveitendur á höfðuðborgarsvæðinu vilji helst útlendinga eða í versta falli fólk af landsbyggðinni í vinnu, “lókal” liðið er orðið of spillt af leti og sukki. Við erum að gera unga fólkið okkar að aumingjum, neyslufíklum sem geta ekki gert handtak, nema að taka upp kortið, en þeir sem vinna þurfa að að borga fyrir og eru þegar byrjaðir. Þá á ég við að það er byrjað að taka af lífeyrissjóðunum fyrir öryrkjana sem sumir rölta Laugaveginn án þess að hægs sé að sjá mikið hvað er að þeim, kannski er það þuglyndið sem er að hrjá þá.

Það er sérlega dapurt fyrir eldra fólk eins og hana ömmu mína sem sleit sér út og skuldaði engum neitt, að sjá kynslóðirnar á eftir eyðileggja sig á allskonar ofneyslu, skuldum og til hvers ?

Ég er Íslendingur sem elska mitt land en fyrirlýt flesta mína landa, best er að fá sem flesta útlendinga til þessa lands.