Heimsendir Núna hefur gin og klaufaveiki greinst í 831 tilfelli í Bretlandi og er komin til Írlands, Hollands, Frakklands og Þýskalands. Hundrað þúsundum dýrum hefur verið slátrað og fyrirhuguð er slátrun á hundruð þúsundum í viðbót. Þrátt fyrir þetta hefur ekert tekist að hefta útbreiðsluna.
Sem betur fer smitast bara dýr af þessari veiki en hverjar hefðu afleiðingarnar verið ef bannvæn veiki svipuð þessari hefði lagst á menn. Veikin myndi breiðast út um allan heim með ferðamönnum og einungis einhver einangruð indíánaþorp myndu sleppa.
Auðvitað væri hægt að reyna að stöðva útbreiðsluna en einhver yrði að stjórna því og þeir gætu þá breitt veikina út. Auk þess yrði erfitt að banna alla fólksfluttninga og því að það væri enginn til að stoppa alla þrjósku karlana sem myndu hunsa bannið. Að drepa og brenna alla þá sem hefðu fengið veikina væri líka erfitt.
Þannig myndi allt líf þurrkast út ein og ein sýsla í einu, eitt og eitt land og loks heilu heimsálfurnar.
Þetta er nú bara smá dæmi en ef þið hugsið út í þetta nánar þá er þetta ekki svo fjarlægt og vísindamenn hafa spáð þessu lengi nú þegar fólksfluttningar eru orðnir svona auðveldir.