Daginn,

Í dag, þann 26/6 árið 2004, er kosningardagur og munu vonandi sem flestir fara á kjörstað og kjósa sinn mann, eða jafnvel skila auðu. Það er nú ólíklegt að við fáum nýjan forseta á Bessastaði, þar sem Ólafur Ragnar ætlar í endurkjör og skoðanakannanir hafa sýnt fram á allt að 65% fylgi Ólafs. Baldur Ágústsson, forsetaframbjóðandi, er tiltörulega nýr í þessum bransa - en fær samt sem áður töluvert meira fylgi en Ástþór Magnússon, sem flestir kannast nú við.

Mig langar að skrifa smá pistil um mennina þrjá - fortíð þeirra og álit mitt á þeim.

Árið 1996 voru kosningar og var þá alveg á hreinu að nýr maður væri á leið inn á Bessastaði - og var Ólafur Ragnar atkvæðamestur, en Ástþór M. tók einnig þátt en ekki voru allir hrifnir af þeim manni. Ólafur var fínn forseti, og hef ég aldrei haft neitt á móti honum. Síðan, árið 2000, átti að kjósa til forseta - en enginn annar en Ástþór ætlaði sér gegn Ólafi en fékk hann ekki nægilega margar undirskriftir til þess að fá að fara í framboð - þó að það mál hafi verið mikið deilumál.

Ástþór lét hins vegar ekki plata sig tvisvar og var extra snemma þetta árið.

-

Baldur Ágústsson býður sig fram sem ‘maður fólksins’ og rosalega finnst mér asnalegt hvað þessi maður veit ekkert um pólitík - og hvað þá forsetaembættið. Baldur var flugumferðastjóri til margra ára og var með öryggisfyrirtækið Vara í mörg mörg ár og á víst helling af peningum - sem hann notar víst að hluta til í auglýsingar og í framboðið sitt.

-

Ástþór heldur að hann verði kosinn til forseta, og þá geti hann bara breytt heiminum - þetta er bara ekki svo auðvelt.

Baldur heldur að hann geti bara fengið forsetastólinn í hendurnar og afturkallað lög sem Ólafur er þegar búinn að staðfesta - þvílík vitleysa.

-

Ólafur sigrar þessar kosningar alveg örugglega, og er eiginlega eina spurning; Hversu mikið fylgi fá hinir tveir frambjóðendurnir…

Ég ætla að enda þetta með smá spurningu, og er öllum frjálst að svara - hvort þeir hafi kosningarétt eður ei.

Hvern á að kjósa/Hvern myndir þú kjósa?

a)Ólaf
b)Ástþór
c)Baldur
d)Skila auðu

Það væri einnig ágætt ef fólk myndi rökstyðja svar sitt.

Kveðja,
Hrannar Már.