Ég kláraði bókina “fast food nation” e. Eric Schlosser. Eftir að hafa lesið hana og kynnt mér sum mál sem hafa poppað upp síðastliðnu daga þá kom þess spurning upp í kollin hjá mér.

Hvers vegna finnst mér að heimurinn í dag snýst í kringum það að græða?

Ef fyrirtæki reikna út það að það er ódýrara að fara með verksmiðjuna sína til 3-heims ríki og láta ódýrt vinnuafl vinna fyrir sig, þá flytja þeir verksmiðjuna þangað. Þrátt fyrir að mikil hluti fólks missir vinnu sína og það skapar vandræðaástand.

Þegar það er ódýrara að láta nautgripi éta kjúklingaskít og önnur dýr heldur en að kaupa handa þeim korn, þá er það gert.

Þegar lyfja fyrirtæki finna upp lyf sem getur bjargað mannslífum þá reiknar þeir út gróðann og ef hann er ekki nógu mikill þá er þessi lyf ekki framleidd.

Fólk kvartar endalaust út af sköttum og vilja láta lækka þá. En allur þessi hagvöxtur í heiminum er byggður á sköttum. Internetið var þróað af bandaríska hernum sem er fjármagnaður af sköttum.

Hvaða hugsun er í gangi? Mér finnst þessi hugsun um gróða vera svo mikil, svo stór. Það á allt að vera útskýrt með gróða.. tölur.. 15% vöxtur fyrirtækja skiptir meira máli en það sem stendur á bakvið þennan vöxt.

Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér?