Sæl veriði þið hér inni á þessu áhugamáli.

Ég ætla mér að ræða smáveigis um fyrirhugaðar forsetakostnigar. Þannig er mál með vegsti að þegar ég var á leiðinni heim til mín frá vinnunni í dag var ég að hlusta á dægurmálaþátt Bylgjunnar í leiðinni. Spyrillinn var að ræða við ungt fólk sem er nýlega komið á réttann aldur til þess að kjósa og spurði þau sí svona hvort þau vissu yfir höfuð eitthvað um þessar kostnigar? Það kom upp úr dúrnum að það var alveg 1 heill strákur sem hafði þetta svona nánast á hreinu, var með frambjóðendurnar á hreinu og svona nokkurnveginn hvað þeir higgðust gera.

Ég var nú ekkert hissa á því að þessir krakkar vissu ekkert um þetta efni þar sem þessar kostnigar hafa fengið litla sem enga auglýsingu í fjölmiðlum. Ég meina kostnigarnar eru á laugardaginn næsta og ég hef ekki ennþá fengið heim til mín baráttuseðla, auglýsingar um frambjóðendur, séð viðtalsþætti þar sem þeir koma og kynna sig og sínar áherslur vandlega fyrir þjóðinni eða nokkuð annað. Það eina sem maður hefur heyrt svona lauslega út frá sér er að Ólafur ætlar að bjóða sig fram aftur, Ástþór gefst ekki upp og hann þessi Bjarni eða Björn higgst líka skella sér í þetta.

Ég man nú eftir kostningunum þegar Ólafur var kosinn og þá fékk maður fullt af svona umræðuþáttum þar sem frambjóðendur komu saman og í sitthvoru lagi, lúgur landsmanna fyltust af alls kynns kjósið mig og ég mun gera þetta fyrir ykkur!!! Þá ríkti spenna en það er eins og fjölmiðlum sé alveg sama. Ég meina hvar eru fjölmiðlarnir? Þeir eru búnir að tala um fjölmiðlafrumvarp fram og til baka í nánast 2 mánuði. Svo hafa þeir auglýst statt og stöðugt frá því að Ólafur forseti vor finnst þetta og hitt. Svo koma fréttir frá Írak (ekki að segja að þær séu ómerkilegar) og svo tala þeir aftur um það sem gerðist í gær. Ég meina í kvöldfréttum á Stöð 2 í dag var verið að segja frá 17. júní í Noregi! Ég meina það er allt í lagi að fá svona fréttir en 17. júní var fyrir 3 dögum og maður hefði nú haldið að það hefði verið nær að tala um þennann dag daginn eftir? Mér finnst bara þetta mál eilítið nær okkur en það að það fær enga fjölmiðlaumræðu. Hvar eru fjölmiðlarnir og hvar eru frambjóðendurnir? Ólafur Ragnar er að vísu í fjölmiðlum daglega enda er hann sitjandi forseti, en það er ekkert verið að tala um hann sem frambjóðenda bara sem forseta vor!

Veit einhver hérna inni eitthvað sem hefur farið fram hjá mér?