Pressan á Strikinu hefur búið til lista yfir valdamestu menn Sjálfstæðisflokksins, greinin er eftir Hrafn Jökulsson en listinn var gerður með hjálp ýmissa aðila - lesið greinina endilega - <a href="http://www.strik.is/frettir/pressan/efni.ehtm?id=955&cat=frettir">http://www.strik.is/frettir/pressan/efni.ehtm?id=955&cat=frettir</a>

Listinn er svona:

1. sæti: Davíð Oddsson 53 ára, lögfræðingur, forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins.

2. sæti: Kjartan Gunnarsson 49 ára, lögfræðingur, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, varaformaður bankaráðs Landsbankans, formaður útvarpsréttarnefndar, stjórnarmaður í Frjálsri fjölmiðlun.

3. sæti: Björn Bjarnason 56 ára, lögfræðingur, menntamálaráðherra.

4. sæti: Geir H. Haarde 49 ára, lögfræðingur, fjármálaráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

5. sæti: Styrmir Gunnarsson 63 ára, lögfræðingur, ritstjóri Morgunblaðsins.

6. sæti: Jón Steinar Gunnlaugsson 53 ára, lögmaður.

7. sæti: Benedikt Sveinsson 62 ára, lögfræðingur, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, í stjórnum margra stórfyrirtækja.

8. sæti: Hannes Hólmsteinn Gissurarson 48 ára, hagfræðingur, rithöfundur, prófessor.

9. sæti:Hreinn Loftsson 44 ára, lögfræðingur, formaður einkavæðingarnefndar.

10 sæti: Kristján Ragnarsson 62 ára, formaður LÍÚ, formaður bankaráðs Íslandsbanka-FBA.

Þetta er fólkið, fyrirgefið, MENNIRNIR sem hefur áhrifin í Sjálfstæðisflokknum. Enginn á þessum lista er ungur, enginn á listanum er kona og ég efast um að margir á listanum hafi þurft að þola mikið mótlæti í lífinu, er það furða að þessi flokkur geti ekki skilið hvernig fólkið í landinu hefur það?

Hvers vegna kýs fólkið þetta yfir sig? Ég skil það ekki, er það bara af því að hinir kostirnir eru líka slæmir?

Það var einhver sem sagði að ef fólk teldi sig ópólitískt þá kysi það Sjálfstæðisflokkinn, ætli það sé að einhverju leyti satt? Ætli fólk sleppi bara að hugsa hvað sé því fyrir bestu og kjósa þetta af því að þeim lýst ágætlega á að borga lægra skatta? Að sjálfsögðu er ákveðinn hópur sem er hugsjónarfólk sem trúir á frjálshyggjuna en ég sé ekki fyrir mér að 40-50% þjóðarinnar sé þannig stödd að þeim finnist miðaldra karlkyns lögfræðingar vera þeir sem geti best hjálpað þeim, er þetta fólk ekki að hugsa eða eru hinir kostirnir svona fráhrindandi?
<A href="