Ég vil aðeins tala um kristinfræði í grunnskólum. Ég er á móti kristinfræði í grunnskólum! Mér finnst enginn tilgangur í svona fjölþjóða samfélagi þar sem að það eru mörg trúarbrögð að kenna svona mikla kristinfræði. Mér finnst að það ætti að kenna trúarbragðafræði í staðin, þar sem að kristinfræði kemur inní það.
Mér finnst ekkert að því að læra um kristni! En mér finnst að við ættum að læra jafn mikið um öll helstu trúarbrögðin í heiminum og á Íslandi, Hindúisma, Búddisma, Íslam, Kristni, Votta og fleiri. Ef að við lærum meira um önnur trúarbrögð í skólanum erum við fyrr og betur fær um það að ákveða hvað við trúum á. Þannig að maður hugsar að maður á að trúa á guð vegna þess að ég á að gera það ég er alinn upp við það og það stendur í þessari bók.
Ég hætti í að læra kristinfræði í fyrra, í 8.bekk. Mér finnst það allt of seint þá var ég ekkert búin að læra um önnur trúarbrögð annað en almenn þekking. Svo fermdist ég kristnilega þótt að ég var ekki viss hvort að ég trúði á guð. En ég ákvað að ég skyldi fermast kristnilega vegna þess að allir bjuggust við því að ég mundi gera það. Þegar að ég var í fermingarfræðslu skyldi ég það að ég trúi alls ekki á guð! Kristni hentaði mér bara alls ekki en ég hélt áfram í henni vegna pakkana á fermingardaginn.
En mín skoðun er sú ef að við hættum að kenna kristinfræði og kennum bara trúarbragðafræði mundu fordómum fækka gagnvart útlendingum og öðrum trúarbrögðum ef að við mundum skilja þau betur. Ég er ekki að segja að allir krakkar taka trú sína mjög alvarlega því að ég held að fæstir á íslandi séu strangtrúað kristið fólk þótt að sumir séu það.
En ég hef heyrt fólk segja um einn sem að ég þekki, hvað þetta sé hallærislegt hjá honum og hans fjölskyldu að vera vottar. Ef að þau mundu skilja hvað hann trúir á mundu þau kannski ekki segja þetta, en maður veit aldrei.
Ég sagði við vinkonu mína að ég væri farin að kynna mér búdda smá og sagði svo að ég held að þetta hentar mér allan vega það sem að ég hef lesið. Hún sem er strangtrúuð kristin manneskja sagði hvað er að Sigga er búddisti og hún má ekki snerta afa sinn! En þótt að það sé þannig hjá henni að hún má ekki snerta afa sinn vegna þess að hún sé búddisti þá er ekki það sem að búddismi gengur út.
Fæstir krakkar á aldrinum 6-14 ára vita út á hvað önnur trúarbrögð ganga út á. Mér finnst að skólum sé verið að kenna að kristni sé eina rétta trúarbragðið þó að það sé ekki hægt að segja svoleiðis. Það ýtir bara undir misskilning meðal krakka og fordóma. Þó svo að Lútherstrú sé það sem að flestir íslendingartrúa á og borga skatta til kirkjunnar það þíðir samt ekki að það sé eina rétta trúin.
Eða erum við bara að kenna kristinfræði til þess að það síast betur inní hausinn á manni þegar að maður er lítill að maður á að vera kristinn og í þjóðkirkjunni og borga skatta til hennar þegar að maður er lítill. Ef að við tökum upp trúarbragðafræði í staðin fyrir kristinfræði mundum við auka skilning á öðrum trúarbrögðum og þar af leiðandi minnka fordóma hjá krökkum, sem mundi líklegast mundi það skila sér í samfélagið seinna kannski með minna af ofbeldisverkum vegna trúarlegsmisskilnings og rasisma.

Kv. Disneyfan