<a href="http://www.strik.is/frettir/pressan/efni.ehtm?id=950&cat=punktar">http://www.strik.is/frettir/pressan/efni.ehtm?id=950&cat=punktar</a> - Áhugaverð grein af Strikinu eftir Hrafn Jökulsson.

Það var í gær send grein inn á Forsíðuna, sem hvarf fljótt eins og þær greinar gera oft, um lögregluna, hún fékk mig til að hugsa um hvernig lögreglumenn eru hér á landi og hvort það sé ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu.

Afskipti mín af lögreglunni (eða hennar af mér) hafa verið afar takmörkuð en sífellt fleiri sögur fá man til að íhuga málið. Ég ætla þó ekki að fara í að rekja þessar sögur hér heldur frekar að spá í lausnum á vandamálinu sem er til staðar.

Það þyrfti að auka til muna agann meðal lögreglumanna, það þyrfti að skilgreina betur hlutverk þeirra, setja þeim skýrar reglur, það þyrfti að auka fjárframlög til þeirra og auka hlutfall þjálfaðra lögreglumanna.

Eitt sem mér finnst stórt vandamál á Íslandi er hve mikið ósamræmi er oft milli laga og raunveruleika, það gerir lögreglumönnum mjög erfitt fyrir.
<A href="