Svona er það hvernig frjáls markaður á að virka: fólki er frjálst að leita upp eigin auð á hvaða hátt sem þau vilja, og þeir sem vinna mest og þeir sem afla samfélaginu mestu verðgildin eru verðlaunaðir með mesta fjármagninu. En þetta kerfi hefur mikilvægan galla: það skapar í raun og veru ekki jöfn tækifæri fyrir alla. Velgengni í “frjálsa markaðnum”er algerlega undir því komið hversu mikið fjármagn þú átt nú þegar.
Þegar höfuðstóll er í einkaeign, eru tækifæri einstaklinga til að læra, vinna, og eignast auð í beinum tengslum við hversu mikinn auð hann eða hún á. Einhverjar skólagráður geta ekki breytt þessu. Það þarf auðlindir af einhverju tagi til að framleiða eitthvað af verðgildi, og ef manneskja á ekki þessar auðlindir sjálf, finnur hún sig á valdi þeirra sem eiga þær. Á meðan geta þeir sem eiga nú þegar auðlindir eignast meiri og meiri auð, og að lokum endar mestur auður samfélagsins í höndum fárra. Þetta skilur alla aðra með lítinn höfuðstól til að selja, annan en vinnuafl, sem þeir verða að selja kapítalistunum (þeim sem ráða yfir mestri framleiðslunni) til þess að komast af.
Þetta hljómar flókið, en er í raun frekar einfalt. Fyrirtæki eins og Nike á nóg af pening til að opna nýjar skóverksmiðjur, kaupa nýjar auglýsingar, og selja meira af skóm, og þannig eignast það meiri pening til að fjárfesta. Aumingja ræfill eins og þú hefur varla pening til að opna tölvuviðgerða fyrirtæki í bílskúrnum hjá pabba, og jafnvel ef þér tækist að koma þessu af stað myndi stærra og ef það tekst, kemur stórt og vel stætt fyrirtæki koma og setja þig á hausinn, eins og til dæmis Tæknival, sem á meiri pening til að eyða í kynningu (auðvitað eru til sögur af litlum gaurum sem sigrast á samkeppninni, en þú sérð hversvegna það gerist venjulega ekki). Líkur eru á að þú munir enda á því að vinna fyrir samkeppnisaðilann ef þú þarft að sjá fyrir þér. Og að vinna fyrir þá, stöðu þeirra: því þótt þér borgi þér fyrir vinnu, geturðu verið viss um að þeir borgi þér ekki fyrir fullt virði hennar: þannig eignast þeir hagnað. Ef þú vinnur fyrir verksmiðju og þú býrð til versmiðjuhluti fyrir sjötíu þúsund, færð þú eflaust ekki borgað nema sjö þúsund fyrir daginn. Það þýðir að einhver græðir á erfiðum þínum; og því lengur sem þeir gera það, þeim mun meiri auð og tækifæri eignast þeir, á þinn kostnað.